Ljósberinn


Ljósberinn - 06.09.1924, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 06.09.1924, Blaðsíða 7
299 LJ'ÓSBERINN hafði kúabjöllu í hendinni. pessir félagar námu stað- ar á götuhornum, þar sem tjölfarnast var. Hringdi þá drengurinn bjöllunni, líkt og kallarar eru vanir að gera í borgunum á Ítalíu, alt frá fornu fari. Nað- Verjinn hóf þá upp rödd sína hvassa og skæra; ofsinn hvarf úr augum hans; festi hann þau nú á húsunum himinháu, sem voru gegnt honum, og kallaði: „Gætið yðar! Hlýðið á og snúið yður, þið Messínu- borgarmenn! Áður en þetta ár er á enda liðið, verð- Ur borg yðar, sem nú gnæfir við himin, hrunin til grunna og horfin“. Fólkið gerði ekki annað en hlæja að Naðverjanum og hæða hann og hélt áfram erli sínum, eins og ekk- ert hefði ískorist. Enginn lét sér til hugar koma, að þessi spá mundi rætast. Blað eitt í borginni, sem nefndist „Framtíðin“, flutti út af þessum atburði eftirfarandi áskorun til Brottins: „Til hins almáttuga! Ef þú megnar nokkuð, þá sendu oss landskjálfta til að sanna, að þú sért til!“ Og landskjálftinn kom daginn eftir. Borgin hrundi °g allir íbúarnir fórust á svipstundu, að heita mátti. Sagan um það borgarhrun stóð þá í íslenzku biöð- Unum, og hrollur fór um alla, sem lásu hana, þó að þessi voðaviðburður gerðist svo iangt suður í heimi. Mörg svipuð dæmi geymir mannkynssagan, til að hiinna á orðin: „Guð lætur ekki að sér hæða“. Guð gerir ekki að gamni sér glæpamönnum að hóta;

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.