Ljósberinn - 06.09.1924, Page 5
LJÓSBERINN
297
rei um það. Mamma varð alt að gera ein fyrir heim-
ilið, auk saumanna. —
Móðir þeirra fór nú að sjá, að það væri rangt af
sér að láta Köllu sína ekki vita, að þetta ætti ekki
svona að vera. En hún hugsaði með sér:
„Bemskutíminn er stuttur, lofum henni að njóta
hans að fullu, eins og henni líkar bezt, því að komi
hún ekki auga á það sjálf, að hún eigi að hjálpa mér,
þá gerir hún alt með ólund, sem eg segi henni að
gera. Eg vona, að eg endist enn um tíma til að vinna
svona hjálparlaust. —
II. Draumurinn.
En svo bar það við eina nótt, að tungl var í fyll-
ingu. það var trú manna, að á slíkum nóttum fengi
allir hlutir mannamál og töluðu saman.
þessa nótt vaknaði Kalla sviplega og spratt upp í
rúminu. Henni fanst einhver kalla á sig með nafni.
Hún litaðist um. Mamma hennar var þá nýbúin að
slökkva og gengin til náða. Hún hafði setið við sauma
sína að vanda langt fram yfir miðnætti. Nú svaf hún
fast, svo ekki gat það hafa verið hún, sem kallaði á
Köllu,
En einhver kallaði, það var áreiðanlegt. Og nú
heyrði hún sagt með stálhörðum rómi:
„Nei, mér finst, að enginn ætti að mæla Köllu bót.
Ilún er löt og harðbrjósta. það er nú minn dómur“.
Gat það verið, að það væri fingurbjörgin hennar
mömmu, sem talaði svona? Ekki var annað að sjá.
Hún sá ekki betur en að llún klifraðist upp á endann
á löngu stögunarnálinni, sem stóð á nálakodda