Ljósberinn - 06.09.1924, Side 2
294
L JÓSBERINN
undrun og- aðdáun í hjarta sínu fylgja honum, og
þetta er hinn sameiginlegi lofsöngur: A 11 h e f i r
h a n n g j ö r t v el.
Sæll er sá sem gjörir Jesúm að athvarfi sínu.
Hann kemst að raun um að Jesús er læknirinn allra
meina, örugg hjálp í sérhverri raun, leiðtoginn, sem
leiðir til sigurs. Y.
----o----
Bróðurfórnin.
það var einu sinni óhlýðinn sonur, sem hvarf
burtu frá föður sínum, gekk í lið með ræningjum og
gerðist sjálfur stigamaður, sem öllum stóð ótti af.
Faðir lians bauð þjónum sínum að fara og flytja
syni sínum þau skilaboð, að ef hann nú iðraðist at-
hæfis síns og vildi snúa heim aftur, skyldi hann
taka á móti honum sem syni sínum og fyrirgefa hon-
um alt. En þjónarnir neituðu allir að fara þessa ferð;
þeir voru svo hræddir við ræningjana og aðrar hætt-
ur í skóginum.
En eldri bróðir hans, sem elskaði hann eins og
faðirinn, bauðst til að fara og flytja honum fyrir-
gefningar-tilboð föðursins.
þegar hann kom út í skóginn, réðust ræningjarnir
á hann og veittu honum banvæn sár, þar á meðal
bróðir hans. En þegar hann varð þess var, að þetta
var eldri bróðir hans, barði hann sér á brjóst og
grét hástöfum. Hinn flutti honum nú boð föður
þeirra um fyrirgefningu og mælti síðan: „Svo auðn-
aðist mér þó að ljúka erindinu! Nú er ákvörðun lífs