Ljósberinn


Ljósberinn - 09.03.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 09.03.1929, Blaðsíða 3
LJOSBERINN 75 gekk hún inn fyrir. Iíún staðnæmdist rétt fyrir innan dyrnar og leit ráðaleys- islega í kring um sig, eins og hún ætti örðugt méð að hofja máls á erindi sínu. En Marín ýtti stól til hennar og bauð henni sæti nálægt ofninum. »Er þér ekki ósköj) kalt, góða?« spurði hún. »IJú ert svo luildaleg, aum- inginn. Eg lield pað sé svo sem von í öðru eins veðri!« Stúlkan þakkaði fyrir og settist niður. »Viltu ekki lieitan kafíisopa?« spurði Marín og tók bolla út úr skápnum, hún perraði hann á svuntuhorninu sínu og helti hann svo fullan af brennheitu kafíi. »Gerðu svo vel að llytja pig ógn nær borðinu, — eg var heppin að eiga heitan sopa handa pér, úr pví að pér er kalt«. Stúlkan svaraði ekki alveg strax, og pá liélt gamlan áfram að skrafa við hana. — »Ef pað er viðvikjandi prjóni«, sagði hún, »pá er mér ómögulegt að bæta nokkurri ögn við, pví að eg hefi lofað helzt til miklu nú þegar, eg sé eiginlega ekki fram úr pví, sem eg þarf að ljúka við fyrir jólin, skal eg segja þér«. »Eg ætla ekki að biðja þig að prjóna fyrir mig«, sagöi stúlkan og ræskti sig — «en eg — eg — mér hefir verið sagt að pú værir svo góð kona og hjálpsöin við bágstadda, að — að eg áræddi að leita til pín, —«. Stúlkan pagnaöi og leit niður fyrir sig, en Marín leit til hennar góðlátlega og mælti hægt: »Gæðin mín eru trúlega teljandi, held eg. En livað get eg gert fyrir júg, góða?« »— Iíelduröu að pú gætir — lofað rnér að vera?« 1 Stúlkan rendi tárvotum augum til gömlu konunnár og beið eftir svari hennar með sýnilegri ópreyju. »Ertu vegalítil, auminginn?« spurði Marín hægt. »Ja-á!« »Þekkirðu fáa hér í bænum?« spurði Marin. »Eg pekki enga hérna«. »Hvar áttu heima sem stendur?« spurði Marín ennfremur. »IIvergi —- annarsstaðar en á — göt- unni«. Stór tár drupu úr dökku augun- um, og roða brá á niðurlútann vangann. »Pað er bágt«, sagði Marín hjartan- lega. »Þér er guðvelkomið að vera hérna í nótt. Pú mátt sofa í rúminu mínu, — eg get lcgið í beddanum, — sci, sei, nei, — pú ert miklu preyttari en eg. pú, sem heíir verið að rölta fram og aftur um bæinn í vonda veðrinu. — Viltu annars ekki meira kaffi, og heyróu góða, ertu ekki svöng? Hvernig fer eg að spyrja svona barnalega! Auðvitað ertu svöng«. Malla gamla hafði liraðan á að srnyrja brauðsneið lianda gesti sínum, en mat- arlystin virtist vera lítil, og pótti gömlu konunni fyrir hve lítil skil stúlkan gerði brauðinu og kaff'inu, sem hún bar á borð svo snoturlega, sem henni var auðið. »Þú ert auðvitað orðin svo preytt og parft að fara að sofa«, sagði hún. »Eg veit hvað pað er dæmalaust lýjandi að labba hérna um göturnar, eg verð alveg staðuppgefin, pó eg geri ekki annað en að skreppa liérna ofan í Harald- arbúðina«. Stúlkan stóð á fætur og þakkaði Marínu fyrir góögerðina með kossi og handabandi. »Ekkert að pakka, heillin inín«, sagði gamla konan. »Jú, eg á pér afarmikið að þakka«, sagði stúlkan lágt. »Eg hefi æði víða drepið að dyrum hérna í bænum í dag, og hvergi fengið

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.