Ljósberinn


Ljósberinn - 09.03.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 09.03.1929, Blaðsíða 8
80 LJOSBERINN honum umsóknarskjalið og svaraði: »Ég er að sækja um undirforingjastöðu hér við fangelsið«. »Hm, haflð þér nokkur meðmæli?« Moulins benti á nafn Napóleons á skjalinu. I’á fanst honum gamli maðurinn verða vitund mýkri í rómnum. »Já, svo, Bonaparte hershöfðingi«. »Já, svo«, tók hann upp aftur. »Og [)ér eruð þá víst samdóma velferðarnefnd- inni í pví, að bölvaðir burgeisarnir fái makleg málagjöld, er vér setjum [)á í fangelsi eða hálshöggvum pá? Jæja, en pér munduð ekki sækja um stöðii hérna, ef pér væruð á öðru máli, pví að pér fáið margt ljótt að sjá«, sagði Heron og hló. Hér slítum við sundur hjón og foreldra og börn, eftir pví, sem peir vinna til. Hér er engin vatnsgrautar-miskunnsemi«. Og svo hló hann aftur háðslega og hrottalega. Að pví búnu fór hann að lesa skjal- ið og sóttist pað heldur seint. Póttist Moulins sjá af pví, að liann mundi ekki vera vel læs. En loksins hóf hann upp höfuðið og leit hvössum augum á Moul- ins gamla, háan og prekvaxinn. Moul- ins lét sér hvergi bregða og horfði fast rólega í augu honum; Iiann vis'si, hvað í húfi var. Hann var kominn til að frelsa veslings litlu börnin, og annað peirra var par að auki sonarbarnið hans. Loks tók Heron aftur til máls: »Eg sé, að pér eruð rammur að afli og á pví parf líka stundum að halda, pegar fangarnir taka til fótanna«. ' »Jæja, pér fáið stöðuna. Pér eigið að sjá um, að hermennirnir geri skyldu sína, að klefarnir séu, eins og peir eiga að vera og að föngum sé ekki sýnd nein tilhliðrun. Par að auki eigið pér að hafa gætur á Síinoni skóara. Kona hans er farin að sýna Dauphin meiri vægð en áður, ræflls unganuin peim«. Frh. Fangaleikur. Allii' nema einn taka saman h(5ndum og inynda hring, en pessi eini stendur svo innán í hringnum. Peir, sem hringinn mynda dansa í kring um pann, sem innan í er, en hann syngur: »Heyrið öll og opnið hlið og opnið hlið og opnið hlið, heyrið öll og opuið hlið og opnið hlið, ég ætla burt«. I’á dansa peir í ákafa sem hringinn mynda og syngja: »Með lykli áttu að opna hlið og opna lilið , og opna hlið; með lykli áttu að opna hlið og opna hlið, ef ætlar burt». Pá fer aumingja fanginn að gráta og syngur: »Lykilinn eg minn hef mist, eg minn hef mist, ég minn hef mist, lykilinn eg minn hef inist, eg minn hef mist eg man það nú«. Hinir halda áfram að dansa í hringnum og syngja: »Pú verður inni í alla nótt, í alla nótt, í alla nótt, þú verður inni í alla nótt, í alla nótt, já, eflaust þú. Eða stöktu, ef þú vilt, ef þú vilt, ef þú vilt, eöa stöktu, ef þú vilt, ef þú vilt út lir hring; utan um þig erum við, erum við, erum við, utan um þig erum við, erum við alt í kring«. í þessu ryðst sá, sem inni er út á milli einhverra tveggja ef hann getur; hepnist hon- um það, þá verður hann laus og einhver ann- ar er fangi. Siff. Júl. Jóhannesson. Útbreiðið Ljósberann. Prentsm. Jóns Ilolgasonar/

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.