Ljósberinn


Ljósberinn - 09.03.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 09.03.1929, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 79 samur, eins og þegar hann var undir- foringi. Iíann gekk í gömlura, gráum frakka, bar á höfði þríhyrntan hatt, slitinn og svitastorkinn. Hann lét sig það engu skifta. Og væru laun háns ríflegri í eitt skifti en annað, þá varði hann því sera umfram var til að gleðja skyldmenni sín. Nokkrum dögum síðar en tilraunin mistókst ineð brottnám Antoniette drotn- ingar, þá gaf gamli liðsforinginn sig fram í hóp vina sinna og ættingja og kvaðst vera albúinn að fara til fang- elsisins. Syni hans hafði nú með ýms- um brögðum tekist að gera gamla mann- inn stóruin unglegi útlits og nú þekti liann heldur enginn lifandi maður. Gamli maður lagði nú af stað hugdjarfur og og fylgdu honum allar beztu óskir og bænir þeirra, er heima sátu. Umsóknin ásamt ineðmælum Napóleons hershöfð- ingja Bonaparte lá í vasa hans. En eft- ir samráði við fjölskyldurnar, þá var það ákveðið, að aíi gamli skyldi nefna sig Moulins í staðinn fyrir öesinoulins. Og þar sem ekki var um nema dag- störf að ræða, og hann mátti vera um nætur, hvar sem liann vildi, þá var heimilisfang hans ekki nefnt í uinsókn- inni. Einn í »Velferðarriefnd« þjóðþingsins liét líka Desmoulius. Voru þau því fyrst í vafa um, hvort þau ættu að halda nafninu éða ekki, en af því að nafnar þessir voru óskyldir með iillu, þá þótti hyggilegra að breyta nafninu. Nafni Desmoulins var ílokksforingi (Benoit Camille Desmoulins); hann var í góðri vináttu við Danton, sem var einn af forgöngumönnum byltingarmanna og þótti beztur þeirra. Danton hafði mýlct skap Desmoulins, svo að hann var orðinn of vægur að dómi grimdarseggj- anna og var svo af lífi tekinn með Danton vini sínum (5. apríl 1794). Sag- --------------------------9------- an segir, að þessir vinir hafi verið Ijótir ásýndum, en hjartað verið milt og liæfi- leikar miklir. Kona Desmoulins flokks- foringja, gjörði alt, sem hún gat til að bjarga lífi hans og fyrir það var hún af lífi tekin hálfum mánuði síðar. Nú er áð segja frá »Moulins« þegar hann kemur til fangelsins, þá snéri liann sér til dyravarðar, og er dyravörður hafði ráðgast við nokkra af hermönnun- um, þá var honum vísað til stofu, þar sem Heron hafði skrifstofu sína og tók á móti gestum. »Varaðu þig nú, pabbi« sagði sonur Desmoulins við hann að skilnaði, »að verða nú ekki klumsa, ef þú verður spurður, livort þú sért vinur byltingar- manna, því um það verður þú áreiðan- lega spurður«. Pví var það, að gamli maöurinn var alt af á leiðinni að biðja Guð sinn og frelsara um að fyrirgefa sér það, ef hann skyldi neyðast til að skrökva og segja já við þeirri spurningu. Meðan á stjórnarbyltingunni stóð, þá var gert hróp og háð að öllurn kristin- dómi, hann var meira að segja afnum- inn í Frakklandi. Bað var því fágætt, að hitta fyrir jafn héittrúað fólk og Desmoulins var og fjölskylda hans. Óg nú stóð hann andspænis böðlinum Heron. Moulins liafði aldrei séð þá per- sónu fyr, en hrollur fór um hann allan, þegar hann sá grimdarsvipinn á honum. Höfuðstór var hann mjög og kinnarnar hengu niður og varirnar voru þykkar og augun sátu inn í liöfðinu og voru hin ægilegustu. Allur var hann stór og klunnalegur og hendurnar breiðar og fætur stórir. Ilann leit upp, þegar Moulins kom inn og spurði hásum og ruddalegum rómi: »Iívert er erindi yðar?« Moulins hneigi sig og beygði, rétti

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.