Ljósberinn


Ljósberinn - 06.04.1929, Side 3

Ljósberinn - 06.04.1929, Side 3
LJOSBERINN 107 Jói hugsáðl oft á þessa leið og velti því fyrir sér, hvernig hann ætti að hefna sín á Axel. Hann hafði svo oft gert Jóa gramt í geði bæði fyr og síðar frá því er þeir hittust fyrst og fóru báðir að ganga í barnaskólann. Peir lentu í sama bekk. Axel var yngri, en hann var betur að sér og kom sér miklu bet- ur við kennarana. Peim hætti við að skella skuldinni á Jóa, þegar drengjun- um bar á milli, og ekki varð Jóa hlýrra til félaga síns við fiað. Köldu háðsglotti brá á andlit drengsins, en í huganum bjó hefndarlöngun. Honum varð ósjálf- rátt iitið til fóstru sinnar, hún kepptist við verk sitt, að koma upp nýja ein- kennisbúningnum hans! I’að var annars gott að mennirnir gátu leynt hugsunurn sínum livor fyrir öðrum, annars liefði fóstra hans séð livað honum var ríkast í skapi, en hún sagði æfinlega að það væri ljótt að hefna sín. Sjáifsagt var það ósköp ijótt, en Jói gat ekki að því gert að hann þráði hefnd, og hann naut þess að lmgsa sér Axel, yfirbugaðan, biðjandi um vægð! Og vissulega skyldi hann fá að keuna á hnefum Græna Jóa! Allra sárast þótti honuin hve illa Axel talaði stundum um liana móðir hans. Hann hafði oft látið skólasystkinin lilusta á smánarorð um hana, þau höfðu hlegið að Axel, líkt og vant yar, en Jói beit á jaxlinn og bar harm sinn í hljóði. Iiann þekti sjálfur svo undurlítið til móður sinnar, og átti örðugt með að halda uppi svörum fyrir hana, en háð Axels og óvirðingarorð særðu drenginn, og í hvert sinn er þau komu í huga hans, svall honum blóð í æðum. Og hvernig átti hann að hefna sín? Yfir höfuð hugsaði Jói töluvert um Axel, þótt hugsanirnar væru ekkert hlýlegar. Iíann bar saman kjör þeirra beggja. Ölíku var þar saman að jafna. Axel átti frændur og vini í öllum áttum, vel efn- um búna, sem lifðu dag hvern í dýrleg- um fagnaði, eins og ríki maðurinn í dæmisögunni, en Jói var bláfátækur drengur, frænda- og vinasnauður ein- stæðingur, sviftur jafnvel því, sem eru meðfædd réttindi sérhvers barns — hann þekti hvorki föður eða móður — og þess galt hann óþyrmilega hjá Axel og fleiri félögum sínum. Oft stungu þeir hlæjandi saman nefjum þegar þeir sáu Jóa og hvísluðust á svo liátt að hann heyrði, um »ómerkinginn í grænu peys- unni«, og komið gat það fyrir að þeir spyrðu hann: »Hvar er hann pabbi þinn núna?« Peir lnigsuðu ekkert um það, að Jói bar viðkvæmar tilíinningar í brjósti, að í hjarta hans greru vorblóm æskunnar, sem fyrst og fremst þurftu kærleiksríkan sólaryl og samúð, til þess að geta þrosk- ast og borið ávexti á sínum tíma í fögru og dáðríku lífi. Drengjunum datt það heldur ekki í hug, að háð og kaldir hlátrar þeirra spúðu eitri inn í opna barnssál, og það eitur gat magnast í hatur og andúð, sem öllu frernur spillir fyrir og skyggir á alt gott og göfugt í hjarta mannsins. Peir vissu ekki livað þeir voru að gera, þegar þeir settust að Jóhanni með háðglósur sínar og hrekkja- brögð, — Iiefðu þeir vitað að þeir voru þá að ýfa sollin sár munaðarleysingja, sem farið Iiafði á mis viö móðurblíðu og föðurást, þá tel ég líklegt að þeir hefðu hætt að stríða aumingja Jóa. En því

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.