Ljósberinn - 01.06.1929, Blaðsíða 8
168
LJO&BERINN
Símon varð því að flytjá. Og riú varð
Napóleon heyrnarvottur að stórskömm-
um, sem fóru á milli þeirra hjóna. Til-
efnið til rimmunnar var stór og klunna-
legur kassi, sem húsfreyja vildi hafa
með sér i nýja bústaðinn og til þess
bei.tti hún fullu ofbeldi við karlinn. Sí-
mou hélt }>ví frain, að ekkert vit væri í
að vera að burðast með það ferlíki, því
að h'var ættu þau að koma því fyrir í
nýju híbýlunum. En luisfreyja sat fast
við sinn keip. Napóleon skildi óðara af
ákafanum í húsfreyju, að eitthvað mundi
undir búa. Pví var það að hann yrti á
haha og spurði:
»1 hvaða götu ætlið pið að setjast að,
húsfreyja?«
»1 Rue des Invalides,« svaraði hún.
»A, ha,« sagði Napóléon »það er ekki
langt paðan, sem eg á heima og eghefi
húsrúrn nóg. Ef þér viljið piggja þaö, pá
er pað velkomið. Eg er Bonaparte hers-
höfðingi, og eg skal verða yður sam-
ferða, pví að eg er á leiðinni heiin.
Öðara eu hann sagði petta heilsuðu
allir hermennirnir litla undirforingjanum
og Símon b'ka, því að einu sinni hafði
hann líka verið í tölu hermannanna.
»Við förum þá fyrst Jieim til mín«,
sagði Napóleon, »til þess að þér getiö
sem fyrst losnað við ferlíkiö«, og benti
um leið á pennan samanklambraðakassa.
Og petta varð að ráði. Ekið var í kyr-
þey, en er peir kornu héim að húsi Na-
póleons. Pár sem hann var.nú einbúi,
þá kallaði hann til sín þjón sinn, her-
mann og vék sór síðan að Símoni og
sagði: »Ak þú nú leiðar þinnar, borgari,
herinaðurinn hérna, húsfreyja og eg skul-
um vissulega sjá um kassann.«
Símon lét sér þetta vel líka og ók
leiðar sinnar. þegar búið var að taka
kassann af kerrunni.
»Hérna er kjallari«, sagði Napóleon,
»ég og pjónninn minn skulum hjálpa
yður að koma kassanum tiiður í kjall-
arann, en svo verðið þér sjálf að sjá
að sjá um hitt«.
Og þetta var gert og Napóleon vísaði
á góðan stað.
»Ef þér viljið sjálf dvelja liérna lítið
eitt og hvíla yður, þá gerið svo vel,
yður er víst ekki vanþörf á því«, sagði
Napóleon. Síðan gekk liann út. ásamt
hermanninum og'beið ekki svara.
(Jm kvöldið var orðið' diirit á götun-
um. l'á sáu einhverjir, hvar húsfreyja
fór með stóran reyfastranga á hand-
leggnum út um götudyr Napóleons. Það
var kyrt á götunum, enginn veitti henni
ónáðir og skamt paðan til hýbýla henn-
ar í Invalida-götunni. En samt nam hún
við og við staðar og tók dúkinn utan af
stranganum, sem hún bar, og lék pá
létt bros um varir hennar svo að allur
hörkusvipurinn fór af henni.
Frh.
Sögukver handa börnuni, eftir Boga Melsteð,
er »eflaust hin bezta sögubók handa börnum og
unglingum, sem enn er til á íslenr/.ku«. Islands
aga pessi fæst hjá Snæbirni Jónssyni, Austur-
stræti 4, Reykjavík, og kostar eina fullgilda
krónu.
Ef pér Jmrfid að láta prentá
eitthvað, svo setn: bréfsefni, umslög,
tiafnspjöld, reikninga, kvittanir, erfi-
Ijód, grafskriftir, kransborða o. s. frv.,
pá látið Prentsmiðju Jóns Helga-
sonar gera pað.
Bergst.str. 27 Sími 1200.
Frtntim. Jóna Etlfaiontr.