Ljósberinn - 01.06.1929, Blaðsíða 4
164
LJOSBERINN
Andey.
Gott átt þú í Andey úti,
undir Grashæð sitja stundum,
sól þá roðar hátt í hlíðum,
hafið sunna gulli stafar,
flúðir þekur fugla grúi,
feitir selir klappir skreyta,
þangið bleikt við bratta tanga
blikar skært á fögru kviki.
Gott át þú í Andey úti,
út úr tjaldi sjá, hvar alda
svífur að grjóti in silfurhvíta
m'eð seimi þeim, er eg alclrei gleymi,
og boðana þá er rísa reiðir,
renna fram, þá er harðnar scnna,
þegar falla' í eiriu allir
öskrandi svo manni blöskrar.
Gott átt þú í Andey úti,
út úr tjaldi sjá-hvar lúta
blikarnir með blíðu kvaki
sem bræður hver að sinni æður,
og þeislana, sem unnast ástum
í urðunum þeim köldu og hörðu,
og tjaldana, sem kveða á kvöldiu
kvcflausir in mjúku stefin.
Siggeir Pálsson.
Dáðarverk og göfuglyndi.
Fátækur daglaunamaður tlutfi sig úr
sveit til borgarinnar, til þess að geta
fengið þar vinnu til uppeldis. En á
skömmum tíma komst liann í mestu ör-
bygð, svo að hann hafði varla ofaní sig.
Eitt kvöld gekk auðugur borgari fram
hjá húsi hans; sá daglaunamaðurinn þá
á eftir livar pappírsblað lá á götunni.
Hann tók upp seðilinn og leit á, og sá
þá, að þetta var 500 clala ávisun, sem
yrði greidd handhafa.
Hvað átti daglaunamaðurinn nú að
gera?
Hann gekk morgunin eftir til borgar-
ans og sagði honum að hann hefði fund-
ið seðil fyrir utan húsið sitt og spurði,
hvort liann ætti hann. Borgaíinn leit á
seðilinn og sá að hann hafði sjálfur
týnt honum.
Borgarinu komst við af ráðvendni fá-
tæka daglaunamannsins, bauð honum
inn og lót bera honum góðan morgun-
verð og gaf honum 30 dali.
Daglaunamaðuriun þakkaði mikillega
fyrir sig. »Guði sé lof«, sagði hann
»þessa peninga gct óg átt með góðri
samvisku«.
Til barna.
(Sjá mynd.)
Læra fegin leiki smá
og Iætin vil ég fögur,
en ég skal segja ykkur þá
.rfintýr og sögur.
Pegar ]»id er.uð glöð og góð,
gúllin eldri manna,
kinna berið blómstur rjóð,
sem blóðin sóleyjanna.
Leikið kát á léttum fót,
laglega fötin berið,
ertirlát með ástarhót
ykkar milli verið.
Ráðið víga eitt það er
okkar fornu vina:
Elska og prísa eigum vér
alla sköpunina.
(Sí(/. Brcidfjörd).