Ljósberinn


Ljósberinn - 20.07.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 20.07.1929, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 213 föður síns, að hann hefði framtíð peirra í hendi sinni. — — Næst hittum við Edel, par sem hún var á leið til bankastjórans. Hún gengur hratt. Nú reið á að gugna ekki og snúa til baka. Hún var í grænni kápu, dálítið slitinni, og hafði hvita topphúfu á höfði. Hún ásetti sér að gera pað, sem henni hafði hugkvæmst við miðdegisborðið heima, og pað var, að fara til bankastjórans og biðja hann fyrirgefningar á pessu skelfiíega tilviki. Hún nam staðar á prepinu við dyrnar á húsinu hans og hringdi. Þá var lokið upp, og — Stebbi kom til dyra. »Mig langar til að tala við föður pinn — undir eins!« »Vi — við pabba?« Hann ætlaði varla að koma pví út úr sér. Hana nú! Nú var komið í verulegt óefni fyrir honum, pví að strangur gat faðir hans verið, ef pví var að skifta; hann yrði sjálfsagt lokaður inni, og aldrei fengi hann nú útvarpstækið, sem faðir hans hafði lofað honum. Nú, var búið með pað. Þessu hvíslaði samvizkan að Stebba, pví að hún var slæm. Parna var Edel komin, dóttir Stein- bergs kaupmanns. Hver skyldi hafa haldið að hún mundi bera áræði til, að kæra Stebba fyrir föður hans? Pað var leitt, að hann skyldi hafa fleygt pess- um vitleysis hanzka í ofninn — já, pví að pað varð ekki óviljandi, heldur pótti honum svo framúrskarandi gaman að erta Edel með pví, telpukindina. »Heyrir pú ekki?« sagði Edel með titrandi rómi. En Stebbi svaraði engu. Hann paut eins og ör væri skotið inn að hurðinni í karlmannaherberginu, hratt upp hurðinni og hrópaði: »Gerðu svo vel!« Síðan hvarf hann burt, en ekki langt, heldur fór hann inn í fataskáp- inn og faldi sig par á bak við frakk- ana, og paðan gat hann einskis orðið áskynja um, hvað fram fór inni. —

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.