Ljósberinn


Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 4
228 LJOSBERINN við drenginn ráðið, pað er alveg auðséð, meðal annars á því, hve snemma hann kemur heim á kvöldin«. Og maðurinn leit á úrið sitt. »En nú ætla ég ekki að eyða lleiri orðum um þetta í kvöld, eg vona að pér áttið yður við nánari íhugun og látið strákinn góðfúslega af hendi, pegar til þess kemur«. Að svo mæltu setti maðurinn upp höfuðfatið og bauð Marínu gömlu góða nótt, en hún fylgdi honum til dyra með ljósið í hendinni, og Jói fékk tæplega ráðrúm til pess að fela sig á bak við föt, sem héngu að hurðarbaki í litla for- dyrinu. Par stóð hann og hræröi hvorki legg né lið á rneðan maðurinn gekk út, og Marín lagði huröina aftur á eftir honum. Svo gekk hún inn fyrir aftur, en drengurinn hreyfði sig hvergi. Pað var eins og hann liefði stirðnað upp við pilið, og um leið pokuðust fjær allar fallegu hugmyndirnar lians, sein vonin og bjartsýnin höfðu gint hann á. Ilverju mátti hann pá trúa? Hverju var óhætt að treysta? Gleðin hvarf honum á svip- stundu, endurminningarnar um ánægju dagsins urðu sveipaðar svartri poku pung- lyndis og ótta. Hvert átti hann að fara? Af hverju mátti hann ekki vera kyr hjá töstru sinni? Því varð hann að fara burt frá nýju vinunum sinum?--------- — Marín gamla settist aftur í stólinn sinn og tók sér verk í hönd, en hugur- inn var fjarri pví. Hún var að hugsa um gestinn, sem var nýgenginn út. Hún hafði setið við prjónavélina síná, pegar drepið var að dyrum, seint á vökunni, og maður nokkur, sein hún pekti ekki, gekk inn í herbergið. Hann fór strax að tala um Jóa og kvar.ta undan framferði hans, sem hann sagði að væri mörgum góðum manni áhyggjuefni hið mesta, pess vegna hefði hefði sér verið falið af mikilsmegandi mönnum að fara pess á leit við liana, að láta drenginn af hendi til vistar á hentugu heimili, par sem honum yrði stjórnað hyggilega. Gamla konan ryfjaði samtalið upp, orð fyrir orð. Hún mundi pað glögt. Hún hafði, af veikum mætti, reynt að bera blak af drengnum, en hún gat ekki ætlast til pess, að peirri tilraun yrði tekið með öðru en kuldalegum andsvör- um og háðslegu glotti. Hún hafði kyn- okað sér við að bera hugarpel sitt til drengsins frain fyrir bráðókunnugan karl- mann, og ekki gat hún heldur vænst pess, að honum skildist pað, að Jói litli var vaxinn inn að hjartarótum hennar, og að sáran sviði, væri honum svift paðan burt. Hins vegar óttaðist hún mjög orð mannsins. Pau fyltu hana ótta og skelíing, pegar hún fór að brjóta pau til mergjar í einveru og pögn. Húíi vissi pað vel, að glaumur og létt- úð heflr löngum felt að velli hina ungu og óstöðugu, og hyí skyldi ekki Jóa litla vera hætta búin eins og öðrum? Sárt yrði að sjá hann verða spillingunni að bráð, og mega sjálfri sér um kenna að einhverju leyti. »En ósköp verður tómlegt hérna, peg- ar hann er farinn«, mælti hún upphátt með grátstaf í kverkunum, og varð um leið litið á rúmið hans og hversdags- fötin hans, sem lágu til fóta á rúminu. Frh. -----»> <-> <•-- EFTIR ADDISON. Festingin víða, hrein og há, og himinbjörtu skýin blá og logandi hvelíing ljósum skírð! piö loíið skaparans miklu dýrð; og þrautgóða sól! er dag frá degi Drottins talar um máttarvegi, ávalt birtir þvi öll um lönd almættisverk úr styrkri hönd.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.