Ljósberinn


Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 03.08.1929, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 231 þverúðinni, sem voru að bráðna og nú fann hann svo óumræðilega þrá hjá sér til pess að vera góður við alla. Óli gekk með peiín afa og ömmu út úr kirkjunni eins og í draumi, og síðan gekk hann eins og í draumi með þeim heim eftir hinum kunnu götum um sjáv- arhólana, heim að kotbænum litla. Par beið kaffið eftir peim og heimabökuðu laufakökurnar hennar öinmu. Pví nú var hann Óli smiðsins fermdur. . :i; V V Pað voru nú liðin mörg ár.frá þessum degi. Óli varð víst aldrei leikinn járn- smiður, eins og afi hans gamli hafði vonað; en hann varð hið besta skáld og pað getur nú verið engu verra. Ilann heyrði alt af raddirnar óma kring um sig, raddir sem urðu að orðum og féllu í stuðla og hendingar. En hvergi urðu raddirnar jafn marg- breytilegar, eins og í sjávarhólunum niðri við ströndina, eyðihólunum þeim, par sem sjór lá frain undan eins og blund- andi jötun með púsund andlitum. Og pess vegna leitar skáldið góða alt af til æskustöðvanna sinna. En hvar sem hann fer um víða veröld, pá liggur alt af lítil sálmabók í skinnbandi á botninum a ferðakistunni hans og á titilblaðinu gr rita með viðvaningslegri barnshönd: Póra Borg, 15 ára. Guö er sjiilepr i Terkutu smnm. I Pýzkalandi, nálægt Rín, stendur stór og forn kastali mitt í fögru dalverpi, og umhverfis hann er stór og fagur skógur. Fyrir mörgum árum átti barón nokk- ur kastalann. Iiann átti einn son barna, sem var honum og öllum öðrum geð- pekkur og góður. Pað bar einu sinni við, að frakknesk- ur ferðamaður kom til að skoða kastal- ann, sem mikið var látið af. Sonur bar- ónsins var pá ekki heima. Pessi frakk- neski maður fór pá að gera gys að trú- arbrögðunum. Baróninn sagði: »Ertu ekki hræddur að tala þannig um Guð, sem býr hérna uppi yfir okkur?« »Ég pekki hann ekki«, sagði maður- inn. »Ég hefi aldrei séð hann«. Baróninn svaraði honum ekki upp á pað. Daginn eftir gekk hann með honum umhveríis kastalann, og sýndi honum fyrst mjög fallega mynd, sem hékk inni á veggnum. Maðurinn dáðist mikið að henni og sagði: Hver sem hefir málað pessa mynd, kann vel að fara með málaraburstann«. »Sonur minn hefir málað hana«, sagði baróninn. »Pá er hann sannarlega maður vel fær«, sagði gesturinn. Pá fylgdi baróninn honum inn í ald- ingarðinn og sýndi honum par inörg fögur blóm og trjáplöntur. »Hver hirðir um garðinn?« spurði gest- urinn. »Pað gerir sonur minn«, sagði baróninn. »Mér er óhætt að segja, að hann pekkir allar jurtir, sem til eru, frá sedrusviðnum á Líbanon til ísópsins, sem vex á veggnum«. »Er pví pannig varið?« sagði gestur- inn. »Ég hefi mikið álit á honum«. Síðan fylgdi baróninn honum inn í nálægt bóndaþorp og sýndi honum par sérstakt hús. Sonur lians hafði stofnsett par skóla fyrir munaðarlaus börn, og lagt alt til hans sjálfur. Börnin voru svo glöð og frjálsleg, að gestinuin fanst mikið um pað, og sagði: »Pér eruð auðnu- maður, að eiga þvílíkan son!« »Hvernig vitið pér, að ég á góðan son?« sagði baróninn. »Af pví að ég hefi séð verk hans, og

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.