Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 14.09.1929, Blaðsíða 2
274 LJÖSBERINN Frh. Ellert skrifstofustjóri vár jafnaðarlega vanur að ganga spölkorn burt úr bæn- um sér til hressingar að morgni dags, áður en hann tók til starfa á skrifstofu sinni. Svo gerði hann einnig að pessu sinni og með fyrra móti, en í stað þess að leggja leið sína út úr bænum, eins og hann var vanur, fór hann að leita uppi híbýli Möllu gömlu. Honum tókst von bráðar að liafa uppi á húsinu henn- ar, og drap hann par að dyrum, en enginn kom til dyranna, og gekk hann pá inn. Húsið var ólokað og mjög kyrt inni í. Skuggsýnt var í herberginu, par eð tjaldið var ekki dregið frá gluggan- um og kom Ellert pví eigi auga á gömlu konuna, sem kúrði hálfsofandi í strá- stólnum, og honum varð hvert við við- bragðið sem hún tók, pegar hann kast- aði kveðju á liana og bauð »góðan daginn«. Rödd ókunnugs manns hafði hrifið liana svo ópyrmilega frá allavega fögr- um draumsjónum, par sem að framtíðin brosti við henni Ijúf og fögur og lét beitustu óskirnar hennar rætast í einni svipan, — draumarnir sýndu henni ham- ingjuna sjálfa og Jói var orðinn óska- barnið hennar, öldungis eins og hún hafði práð, — en drauinadýrðin er löngum hverful, og svo reyndist enn, pví á snöggu augabragði var Malla gamla hrifin brott frá henni og sett aft- ur andspænis hinni köldu og hörðu raunveru, — veslings Jói var ennpá sami munaðarleysinginn, sem hann hafði verið, og átti engan að í víðri veröld, sem lnin gat treyst til að rétta honum hjálparhönd. Pað voru ömurleg umskifti fyrir Möllu görnlu að vakna í hálfdimma og kalda herberginu, par sem að auða rúmið hans Jóa minnti liana svo átakanlega á raun- irnar, sem draumunum hafði tekizt að dylja fyrir henni örstutta stund. Ellert bauð aftur »góðan dag« og baðst afsökunar ef að hann hefði gert lienni hvert við og gamla konan sté hægt og preytulega upp úr sæti sínu og seildist að glugganum til pess að lyfta blæjunni frá, sá hún pá gestinn glöggt og varð starsýnt á hinn virðulega mann, sem hana rak ekki minni til að hún hefði séð áður. Hann las undrun og spurningu úr augnaráði hennar og sagði til nafns síns, en Marín gamla hristi döpur hærum krýnt höfuð sitt og taut- aði í hálfum hljóðum: »Ég pekki ekki manninn. — Tæplega færir hann mér fregnir af drengnum«, bætti hún við svo lágt að Ellert heyrði ekki. Pað var pó vandalítið að sjá að Möllu gömlu gazt vel að komumanni, hún bauð honum hæversklega sæti í strástólnum og beið forvitin eftir pví að hann bæri upp er- indið. »Mér er sagt að pér alið önn fyrir ungurn dreng«, mælti hann hægt, pegar hann var búinn að koma sér sem bezt fyrir í stólnum, og virti Möllu gömlu vandlega fyrir sér um leið. »Er pað rétt hermt?« Það færðist líf og litur á hið daufa og dapurleita andlit gömlu konunnar og hún svaraði með óttablandinni ákefð: »J-a-á — Pað er öldungis rétt hermt — — hefir — hefir eitthvað komið-------?« »Verið pér róleg, kona góð«, sagði

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.