Ljósberinn


Ljósberinn - 14.09.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 14.09.1929, Blaðsíða 6
278 LJ OSBERINN bróðursonur hans væri að randa svona snemma dags. I'arna fleygði hann sér í loppana á hverjum morgni og snaraðist svo af stað eitthvað út í buskann, var allur á burtu á morgunskóm áður en hitt fólkið kom á fætur. Svo gerði digri Áli sér pau ópægindi einn daginn að r/sa dálítið fyr úr rekkju en vaualega og fylgja bróðursyni sínum eftir og hitti hann svo skömmu síðar með körfu fulla af sálati og glóeplum. Pað starf pótti holium nú eitthvað ann- að en samboðið fóstursyni sínum, hahn, sem var vellauðugur gullsmiður. Hann rak nú Jusuf upp að múrveggn- urn og tók par ópynnilega ofan í við hann. »Hvað ert pú að erindreka hér? Finnst pér pað vera samboðið pér, ,a,ð rénna hér fram og aftur, eins og pú værir asni eða úlfaldi?, Til hvers ætlar pú svo að nota peningana? Og pegar Jusuf sagði houum hvernig í öllu lá, pá larndi Ali hann með mjóa gönguprikinu sínu, pangað til pað hraut í sundur á bakinu á honum. Svo sem rúmri viku síðar, pá var heiðbjört tunglskinsnótt í Jerúsalem. Benjamín, foreldrar hans og systkini sváfu vært í litla kotinu sínu. Tunglið skein inn um ofurlitla gluggasmugu, sem var hátt uppi í veggnum og opinn, ekk- ert gler var í honum, en jórngrind fyrir að utan í rúðustað. Pá rís Benjamín upp með andfælum og hlustar. Yar ekki einhver að kalla? Honuin fannst áreiðanlega einhver kalla á sig með nafni. »Nei, — pað er víst ekki annað en andblástur peirra, sem sofa í kring um mig, hugsaði hann. En nú er komið á gluggann og kall- að hljóðlega: »Benjamín!« »Ó, pað er Jusuf! hann grillti framan í hann í tunglskininu. Hvernig skyldi hann hafa getað klifrað upp á gluggann?« »Ég skal koma og ljúka upp fyrir pér«, sagði hann hljóðlega. »Nei, ég get ekki komið inn til pín«. »Hvað áttu við?« »Áli frændi lokaði mig inni, pangaö til ég lofaði honum pví í dag, að fara aldrei heirn til pín framar«. »Ó, hvað gerir pað til?« »Nei, ég get pað ekki«, svaraði Jusuf, »og pú skalt heldur ekki koma til mín«. Benjamín skilur pettá ekki, en af ýmsu ræður hann pað pó, að petta muni stafa af pessum Jesú, sem vinur lians Jusuf pekkti. Eftir litla pögn segir Bénjamín hljóðlega. »Pabhi heíir fengið loforð fyrir vinnu norður f landnámi einu í grend við Nazaret. Við förurn pangað ekki á morgun, heldur hinn daginn«. »Nazaret?« tók Jnsuf upp eftir hon- um ineð einkennilegurn hreim í röddinni og skilur Benjamín pá óðara, hvað hon- um hefir í hug komið. »Nú veit ég, hvað ég skal gera«, svaraði Jusuf lágværum rómi: ^Pegar ég er orðinn nógu stór til að^ gera pað sem ég vil, pá kem ég norður til pín og pá fáum við báðir að vita rneira um hann — pú skilur — pví að parna norður í Nazaret hljóta peir að vita mikið um hann«. »Já, gerðu pað«, svaraði Benjamín. Nú pegja báðir litla stund. »Nú verð ég að fara«, segir Jusuf hvíslandi. »Vertu blessaður og sæll, Benjamín. Og nú fannst honum enn, sem hiti hlypi um sig allan. Hann grillti og grillti niður í myrkrið til að vita, hvort hann gæti ekki séð hann, en pað var engin leið, heldur heyrir hann hvíslað í móti: »Vertu sæll, góði Jusuf minn«,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.