Ljósberinn


Ljósberinn - 21.09.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 21.09.1929, Blaðsíða 6
286 L JÓSBERINN unni, óg sagði henni að ég ætlaði að reyna að liafa uppi á föður drengsins«. »Er pað mögulegt?« spurði frúin og liorfði forviða á manninn sinn. »Yið sjáum hvað setur« sagði hann. »Pað verður sjálfsagt eríitt, — hér er um vandasamt mál að ræða, — en dreng- urinn má ekki gjalda pess«. Frú Ellert horfði stöðugt á manninn sinn, eins og hún ætti örðugt með að skilja orð hans. Hann sat stundarkorn pegjandi og reykti ákaft pípu sína. »I3að er auðvit- að fjarska hæpið alltsaman, en ég verð að reyna pað samt« sagði hann, líkt og við sjálfan sig. »Pað verður ekki um annað að gera — hevrðu góða, óg ætla að segja pér ofurlitla sögu, pú skilur pað pá betur, hvers vegna mig langar til að hjálpa drengnum. Sagan er ósköp algeng, pað má segja um hana, að »pað skeði í fyrra, pað skeði í ár og pað skeður líklega að ári«. Og sagan er af sjálfum mér, pegar ég var ungur og óreyndur. Eg var pá heima hjá föður mínum. Móðir mín dó pegar ég var ung- barn, og án pess að mér væri pað ljóst, bjó sífeldur söknuður í sál minni; ég var punglyndur og fálátur. iig saknaði pess að eiga engin systkin og engan vin, sem ég gat trúað fyrir pví, sem hreifði sér í huga mínum. Eg saknaði móður minnar, sem ég hafði pó engin kynni haft af, mór fannst, að hefði hún lifað, pá hefði verið hlýrra og bjartara um- hverfls mig. Mér eru peir enn fyrir minni dimmu og köldu dagarnir í skamm- deginu, pegar hríðin hamaðist á freðnum húspökunum og hlóð snjósköfluin við dyr og glugga, og ég man dapurlega haustdaga, pegar sólin fól sig að skýja- baki, en kaldur gustnr kvað við raust og blómin feldu bliknuð lauf að foldu. Pá var pað eitt vorið að unglings- stúlka réðist í vist til okkar. Hún var langt að komin og óg var sendur eftir henni. Ég var ofboð einurðarlaus og feiminn, einkanlega við kvenfólk og ég sárkveið fyrir pessu ferðalagi, en ferðin gekk hið bezta og stúlkan var svo kát og skemtiieg að ég smágleymdi allri feimni og vissi ekki fyrri til en ég var farinn að rabba við liana um heiina og geyma. Pegar við komum heim, vorum við orðin mestu mátar. Við gengum sam- an að verki um sumarjð og mér fannst pað óvenjulega fljótt ad líða. Hún var svo barnslega glöð og hún miðlaði mér af gleði sinni, ég varð léttlyndari og bjartsýnni en nokkru sinni áður. Ég hugsa pví jafnan til Fennar ineð pakklátsemi, pví hún varpaði björtum geislum á dimmar brautir lífs míns«. Frh. Eftir sólarlagið. Sólin er sigin til viðar, síðast hún brosti svo hlýtt, logandi kvöldroðans Ijóma landið mitt elskað er prýtt. Senn hylur svartmöttluð nóttin sólroðin bláfellin mín; en eins og bót við pví böli blástjarnan hugljúfa skín. Stjarnan mín broshýra bjarta, brosandi lít ég til pín! ljúft, eins og ljósengill glaður, lítur pú niður til mín; heyrist mér pá sem pú hvíslir himnesk og fögur að mér: »Englarnir góðu hjá Guði gleðjast í kvöld yfir pér!« U. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.