Ljósberinn


Ljósberinn - 30.11.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 30.11.1929, Blaðsíða 3
LJOSBERINN 363 [Frh.] Jói reýndi til að gleyma sorg sinni við bækur sínar, en pað tókst ekki, og hann lagði bækurnar frá sér, hallað- ist fram á borðið og liuldi andlitið í höndum sér. Fóstra hans sá vel hvað honum leið. Hún sá tárin hrynja hvert af öðru of- an kinnarnar og hún heyrði niðurbæld- an grátinn. »Veslings drengurinn«, lnigs- aði hún með sér. »01i er nú eini vinur- inn, sem hann hefir eignast« »En — að — læknarnir — skuli ekki — geta — læknað — hann«, sagði Jói allt í einu, slitrótt og seint í greinju- blöndnum róm. »Læknarnir eru pess ekki megnugir«, sagði Marín gamla hægt. »Peim eru sett takmörk, eins og öllum dauðlegum mönn- um. Ég efast ekki uni að þeir geri æfin lega pað sem peir geta«. »Og hvað geta peir svo sem?« sagði Jói, eins og liann yrði feginn að svala sér á pví að láta í Ijósi vantraust sitt á læknunum. »En ef peir láta hann Öla deyja, pá verður mér illa við pá á með- an eg lifi!« «Hvað er að heyra til þín, barn , sagði Marín gamla alvarleg. »Heldurðu að pað sé á nokkurs manns meðfæri að varna dauðanum, ef hann á að koma? Pegar kallið kemur, kaupir sig enginn frí, pað veiztu, Og ef Guð er að kalla á blessað barnið, hvað heldurðu að menn geti pá gert? Pað er Guð einn, sem ræður við dauðann«. Jói pagði um hríð. »Fóstra mín«, mælti hann þá, og var inikið niðri fyrir: »Heldurðu að Guð lieyri allar bænir mannanna?« Gamla konan stöðvaði prjónavélina, og leít á drenginn upp fyrir gleraugun. »Held ég?« sagði hún forviða, »Ég held ekkert ura paö, Jói minn, sem ég veit. Ég veit að Guð heyrir bænir. Ég liefi reynt pað, góðurinn«. »Heldurðu pá að hann heyri bænir mínar?« spurði drengurinn ennfremur. »Pað gerir hann vissulega«, svaraði gamla konau örugg. »Hann heyrir, pó haun geri ekki æfinlega pað, sem við biðjum hann um, al' pví að liann veit, að okkur er ekki holt að fá allt, sem við óskum eftir«, »Heldurðu að hann vilji ekki heyra mig, ef ég bið hann uui að lofa lionum Öla að lifa?« spurði Jói. »Ég veit ekki hvort paö er samkvæmt Guðs vilja», sagði gamla konan. »Ef Guð ætlar aö taka drenginn heim til sín, pá ættum við ekki að biðja uin jarðneskt líf fyrir hann. Yið verðum alltaí að bæta við allar okkar bænir: verði pinn vilji«. Jói var háttaður fyrir löngu, 'eu fóstra hans kepptist við að prjóna. Hún hélt að drengurinn svætí, en svo var ekki. Jóa kom ekki dúr á auga. Hann hafði ásett sér að heimta vin sinn úr helju með bænum sínuin. En hugsanir hans reikuðu á milli vonar og ótta. Hann gat ekki eignast hið barnslega traust, sem liann vissi að purfti til að bera bænir fram. »Leyföu honum að lifa! Taktu hann ekki frá mér!« Eiginlega var pað krafa en ekki bæn, sem Jói bar fram. Ivrafa urn hvað? Honuui varð hverft við, pegar þeirri spurningu laust niður í huga hans eins og leiftur. Krafa um líf, jarðneskt líf. Ef til vili erfitt líf í böli og raunum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.