Ljósberinn


Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 6
UöSBEKINN til, þó að þeir hefðu verið drepnir. Það hefði verið ánægjuleg skemmtun að kyrkja einliverja af þessum gulu þorskhausum með grísarhalana. En svona grasasnar eins og þeir væru, ættu ekki annað betra skilið, en að vera varpað í svartholið. Loks missti Talbott þolinmæðina og hað hann að halda sér saman, en Hogg sneri sér funandi af bræði gegn sínum gamla félaga og mælti: »Þegiðu,« segir þú, -þegiðu sjálfur. Þú ert ekki lengur hinn góði, gamli félagi, sem þú varst áður. Þú ert kom- inn undir íleppinn, undir íleppinn hans Dixons. Já, það ertu sannarlega. Halda mér saman, ekki nema það þó, það geri ég sannarlega ekki.« »Jæja, þú gerir það ekki«, mælti Talbott trylltur af reiði. »Komdu þá, ef þú þorir«. »Yerið þið nú ekki að berjast«, sagði Dixon í hænarróm. »Komið þið Tornrni, Clark og Clinton og hjálpið mér til þess að skilja þá«. »Komdu, ef þú þorir«, öskraði Hogg og sleit sig af þeim. »Hvað kemur þetta ykkur við?« »Þið fáið ekki að berjast nú«, hróp- aði Clark, »það er svo heimskulegt«, og gekk á milli áflogaseggjanna. Hogg sló hann beint í andlitið með krepptum hnefanum, en var 1 sama bili ofurliði borinn af Tomma og Clinton, sem köstuðu honum út í horn og fyrirbuðu honum að segja eitt einasta orð. Hogg sá, að liann varð að láta í minni pokann, og sat því á strák sínum, en í hjarta sínu var hann að bollaleggja, hvernig að hann gæti hefnt sín, svo að um munaði. Skömmu eftir að friður var kominn á meðal drengjanna, kom til þeirra Kínverji, með hrísgrjón, fisk og vatn. »Hvers vegna getið þið ekki gefið 130 okkur neinn almennilegan mat?« sagði Clinton. »Það eru nóg matvæli um borð, og góður matur veitir meiri von og hugrekki. Eintóm hrísgrjón og fisk- ur eru ekki til þess að koma neinni döngun í menn«. »Það má svo sem á sama standa, úr því sem komið er, hvort við fáum nokkurn mat eða engan«, sagði Dix- on raunamæddur. »Heyrðu nú Dixon«, sagði Talbott, »ef þú missir móðinn, hvernig Iield- urðu þá að þetta endi; þú hefir ver- ið sá eini, sem hefir getað spilað okk- ur dálítið upp«. »Ég get það ekki lengur«, sagði Dixon örvinglaður. »Yið erum fangar, og ég sé ekki nokkur sköpuð ráð, til þess að losna héðan«. Að loknum morgunverði kom litli, digri Kínverjinn inn í káetuna. »Nú sex enskir drengir borðað vel«, sagði liann brosandi. »Fengið nóg«. »Við höfum fengið nóg af hrísgrjónum og fiski«, sagði Talbott, »en hvers vegna fáum við aldrei ket?« »Ekki þykja gott hrísgrjón og fisk- ur«, sagði Kínverjinn og hristi höfuð- ið undrandi. »Hrísgrjón og fiskur gott á bragðið«. »Nær komumst við í höfn?* spurði Clark. »Góður vindur, þrjá, fjóra daga*, svaraði túlkur. »Hvað ætlið þið svo að gera við okkur?« sagði Clark enn- fremur. »Mig veit ekki«, svaraði Kínverj- inn. 1 sama bili kom hann auga á Hogg, sem sat með fýlusvip úti í liorni. »Þessi drengur veikur, hvar kennir liann?« og hann beygði sig og klapp- aði vingjarnlega á öxlina á Hogg. Þessi heimski og þjösnalegi dreng- ur, sem sauð og vall af heift og hefni- girni, áleit, að nú væri loks tækifær- ið komið, til þess að svala bræði sinni.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.