Ljósberinn - 01.05.1937, Page 9
LJÓSBERINN
stórra Kínverja. Klukkutírna síðar
lentu þeir við þverhnípta klettabryggju.
Þar stökk Sun Lee á land og benti
sveinunum að fylgja sér eftir. Clark
bjóst fyrstur til ferðar, en þegar hann
sté á borðstokkinn, valt báturinn, svo
að hann steyptist í vatnið. Sun Lee
greip í kraga hans og dró hann upp
úr, en róðrarmenn tóku hina að sér og
koniu þeim óbleyttum í land.
Sun Lee gekk hratt upp brattan
troðning, sem bugðaðist inilli klett-
anna, og urðu drengirnir að fylgja hon-
um í halarófu, en ræðararnir ráku
lestina. Sun Lee gekk létt og rösklega,
þrátt fyrir spikið, og var allt af að
hrópa á drengina, sem voru að rasa
og reka í tærnar: »Hart, ensku dreng-
ir. Ganga meira hart.« Þessir vesling-
ar blésu og stundu, en áfram urðu þeir
að halda. Eftir fullan klukkustundar
sprett nam Sun Lee staðar við hellis-
munna og lét heyra til sín hvellt blíst-
ur. Tveir Kínverjar með logandi kyndla
komu og lýstu þeim um mjó og diinm
göng, sem þeir urðu að paufast eftir,
þangað til að þeir komust inn í stóra,
uppljómaða hellishvelfingu, sem var
full af fólki. Sun Lee var fljótmæltur
og svaraði í mesta fússi fjölda spurn-
inga, um leið og liann á fartinni greip
blys og fór með drengina eftir öðrum
en mjórri göngum, sem loks tóku enda
í þröngum og dimmum bás.
»Hér enskir drengir búa. Maturkem-
ur undir eins«, sagði hann og benti
þeim á nokkrar skítugar hálmmottur.
Síðan yfirgaf hann þá, en drengirnir
urðu eftir einir í myrkrinu með sín-
ar dapurlegu hugsanir.
•Þetta er þokkalegt ástand«, sagði
Talbott og rauf þögnina. »Þreifandi
myrkur og skítugar druslur til þess
að liggja á, Hvað skyldu þeir hafa
gert af Hogg, honum líður nú líklega
enn ver, garminum þeim arna«.
»Hogg hefir það eins og hann á skil-
ið«, svaraði Clark.
»Hvar erum við annars, og hverjir
voru allir þessir Kínverjar í stóra hell-
inum?« spurði Tommi.
•Yitanlega sjóræningjar«, sagði Dix-
on. »Þessir þorparar leyna vitaskuld
herfangi sínu í þessum grenjum*.
»Hvað skyldu þeir ætla að gera við
oss?« spurði Clinton.
»Hvað heldur þú, Dixon?«
•Hvernig á ég að vita það« sagði
Dixon, »þeir ætla ef til vill að krefj-
ast lausnarfjár fyrir okkur, eða ef til
vill að höggva af okkur höfuðin.«
Kyndill kastaði rauðum bjarma á
klettavegginn og skömmu síðar kjag-
aði viðbjóðslegt afskræmi inn í bás-
inn. Drengirnir hrukku í kút af ótta,
er þeir sáu hann. Hann var naumast
fjögra feta hár og hausinn var að
minnsta kosti þrisvar sinnum of stór
í lilutfalli við bæklaða skrokkinn og
stuttu lappirnar. Breitt ör lá þvert yf-
ir ennið og virtist hvítt í bjarmanum
frá blysinu. Handleggirnir voru ótrú-
lega langir og kafloðnir, svo að hann
líktist helzt apa. í annari krumlunni
hélt hann á blysinu en körfu í hinni,
og í henni var skál með hrísgrjóna-
graut og vatnsflaska.
»Étið nú rösklega. Mig bíða stutt
með ljósið«, hvæsti dvergurinn út úr
sér.
»Við skulum byrja, drengir« mælti
Toinmi, svo glaðlega sem liann gat,
»Dixon, borðaðu nú dálítið á meðan
við höfum birtuna«.
»Og á meðan við getum horft á
þessa hressandi fegurð«, sagði Clinton
ennfremur. »Þetta verður -löng nótt,
sem við eigum í vændum*.
»Ertu svo viss um það?« greip Dix-
133