Ljósberinn - 01.05.1937, Síða 10
LJóSBERINN
on fram í. »Þessi fríðleiksmaður líkt-
ist einna helzt böðli. Ef til vill á hann
að taka höfuð okkar í nótt.«
»Þú ineinar þetta ekki«, lirópaði
Tommi skelkaður.
»Líttu á þetta glæpamannasmetti«,
svaraði Dixon.
»Enskir drengir horða nú, ekki tala«,
greip dvergurinn fram í.
•Gætið ykkar, hann skilur ensku«,
hvíslaði Talhott.
Drengirnir héldu þessu næst áfram
að borða þegjandi, en svo tók dverg-
urinn körfuna og kyndilinn og skröngl-
aðist hurtu.
21. kapítuli.
Tommi gerir merkilega uppgötvun,
Clark óvarkár.
»Hlustið á drengir«, hrópaði Tommi
upp úr eins manns hljóði, »er þetta
ekki vatns niður?«
»Jú, það er það«, svaraði Dixon, »ég
hefi lengi heyrt það«.
»Þá hlýtur að vera lækur hér nálægt«,
sagði Tommi ákafur, »og hann lilýtur
að renna út í fljótið«. »Þar sem »Yon-
in« liggur«, bætti Talbott við.
»Við gætum ef til vill fundið fljót-
ið, með því að fylgja læknum«, sagði
Tommi.
»Og verða svo steindrepnir af ræn-
ingjunum, sem hafa stolið skipinu okk-
ar«, skaut Dixon inn í.
»Jæja, jæja. Yið höfum frá ýmsu að
segja, ef við nokkru sinni komumst
heim aftur«, söng í Clark.
»Mjög skynsamlegt af þér að segja
ef«, mælti Dixon.
Nú heyrðust reiðilegar raddir í göng-
unum fyrir framan.
»Nautheimsku þorpararnir ykkar«,
heyrðist sagt á góðri ensku.
»Hogg, það er Hogg«, lirópaði Tal-
bott.
134
I sama augnabliki dró Sun Lee,
ásamt þreni öðrum Kínverjum Hogg
inn í básinn og köstuðu honum út í
horn.
»Vondur drengur«, sagði Sun Lee
og sparkaði í Hogg, »vildi drepa raann,
mikið vondur drengur«. Yfirgáfu svo
Kínverjarnir skvompuna.
• Þessi djöfull hefir barið mig í graut«,
kjökraði Hogg, »bakið á mér er ein
blóðug kvika«.
»Hver«? spurði Clinton.
»Sun Lee vitaskuld«, sagði Hogg,
»af því að ég gaf honum einn á feita
smettið«.
»Hann sagði, að þú hefðir reynt til
þess að drepa mann; er það satt?«
spurði Dixon.
»Já, víst er það satt«, sagði Hogg
og gortaði »og ég skammast mín ekk-
ert fyrir það. Hann liæddist að mér,
þorparinn sá arna, og svo kastaði ég
knífnum mínurn og ætlaði að liitta liann,
en þessir ræningjafantar urðu mér of
margir«.
»Þú hlýtur að vera geggjaður«, sagði
Talbott. »Ég myndi reyna það al'tur,
ef ég bara gæti.«
Talbott sleit talinu og sofnuðu dreng-
irnir brátt og gleymdu um stund ang-
ist sinni og áhyggjum, aðeins Tommi
gat ekki sofnað. Hann var allt af að
hugsa um það, hvernig hann ætti að
fara að því að komast burtu með að-
stoð lækjarins. Með því að þreifa fyr-
ir sér fann liann aðra útgöngusmugu,
og þegar hann liafði smokrað sér gegn-
um hið þrönga op, kom hann í göng,
sem lágu snarbratt niður á við. Hann
hélt niðri í sér andanum og lilustaði,
áður en liann vogaði að lialda lengra,
en allt var þögult. Hægt og varlega
skreið hann niður þessi bröttu göng.
Vatnsniðurinn varð æ liáværari og há-
værari og lokkaði liann lengra og