Ljósberinn


Ljósberinn - 01.05.1937, Side 12

Ljósberinn - 01.05.1937, Side 12
LIMBIBINN lengra. Allt í einu víkkuðu göngin, svo að hann gat fundið fyrir báðum klettaveggjunum samtímis, og niðurinn af rennandi vatni var nú alveg hjá honum. Þegar hann þreifaði fyrir sér með fætinum, fann hann enga átyllu. Hann var bersýnilega staddur á hamra- brún með rennandi bergvatn við fæt- ur sér. En hversu djúpt niðri? Marg- ar álnir eða örfá skref? Enga ljósglætu var að sjá, allt hulið glórulausu myrkri. Raka loftið kom honum til þess að hnerra, og lét það í eyrum eins og þrumuhljóð. Hann hlustaði skjálfandi hræddur, hvort verið gæti, að einhver varðmaður hefði heyrt til hans, en það heyrðist ekki annað hljóð en niðandi bylgjuskvampið. Allt í einu sá hann ljós í fjarlægð? sem færðist upp á móti straumnum’ og skömmu síðar heyrði hann ára- glarnrn og mannamál. Hann sneri því bráðlega við, og með því að hann var kunnugur orð- inn leiðinni, komst hann fljótlega í básinn og lagðist niður á drusluna hjá sofandi félöguin sínum; þar lá hann og hlustaði í mesta æsingi. Eftir skamma stund heyrði hann fótatak sem nálgaðist, og vonum fyrri ljósglampa. í sama vetfangi kom Sun Lee^ og þrír menn með honum upp úr bröttum göngum. Tommi lést sofa. Varð Kínverjinn grandalaus, er hann heyrði hrotur drengjanna og yfirgaf básinn eftir göngunum, sem lágu inn í aðalhellinn. Þó að Tommi brynni 1 skinninu af óþolinmæði að segja frá uppgötvun sinni, gat hann ekki fengið af sér að vekja hina sofandi vini sína. Hann bað Guð að gefa sér það, að hann mætti verða björgunarmaður sjálfs sín og félaga sinna. Hugur hans hvarfiaði til foreldranna, sem vísast væru nú að 136 biðja fyrir stóra drengnum sínum, lá liann því rólegur og beið þess að dvergurinn kænri með morgunverðinn. Á ineðan drengirnir voru að borða, kom Sun Lee og sjóræningjaskipstjór- inn skyndilega inn í básinn. Hinn síðarnefndi var eldrauður í andliti af bræði. Með heiftarópi greip hann í hnakkadrembið á dvergnum og drusl- aði honum út í ganginn, og heyrðist þaðan brátt barsmíði og eymdarlegt vein. •Veslings skinnið«, sagði Clinton lágt. »Það er þrælameðferð á honum«, sagði Hogg í sama tón. »Ég sá hann oft um borð í »Voninni«. Hann er þjónn skipstjórans og talar betur ensku en hann þarna«. Hogg deplaði augun- um í áttina til Sun Lee, sem stóð við dyrnar og fylgdi með atliygli því, sem var að gerast fyrir framan. Þegar allt var dottið í dúnalogn og Sun Lee var farinn með kyndil dvergs- ins og körfu, sagði Tomini frá upp- götvun sinni. Frásögn hans vakti geysilega æsingu, og næsta hálfan tím- ann rökræddu drengirnir með mesta ákafa alla hugsanlega möguleika til þess að komast burtu, en allt endaði það í þessari spurningu: »Hvar eigum við að ná í bát?« Allt í einu rauk Hogg upp og mælti: »Nú er ég orðinn leiður á þessu masi, sem ekkert gagn gerir. Ég ætla sjálf- ur að rannsaka þessi göng«. »Bíddu þangað til í nótt«, sagði Tommi, »það getur verið, að þú mæt- ir einhverjum«. »Þvættingur«, svaraði Hogg hrana- lega, »væri einhver í ganginum, hlyt- um við að heyra það«. Og með það fór hann. »Vitleysan í honum getur orðið hon- um dýrt spaug«, sagði Talbott,- »en heppnin var meiri en fyrirhyggjan.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.