Ljósberinn - 01.10.1939, Page 5

Ljósberinn - 01.10.1939, Page 5
LJÓSBERINN 217 stærsta borgin, með 130 þús. íbúa. ■ Nýja Sjáland fannst árið 1642 af Hollend- ingnum A b e 1 T a s - mann, en 1769 kom landkönnuðurinn Jam- es Cook, sem sigldi umhverfis landið. Eft- ir honum heitir sund- i,ð, sem aðskilur eyj- arnar og er kallað Cooks-sund. — Frum- bygg'jar Nýja Sjálands heita Maoriene og er álitið að þeir séu komn- ir frá Tahiti um 1250 og fleiri Suðurhafseyj- um. Þeir lifðu af akur- yrkju í smáþorpum og réði, ættarhöfðingi yfir hverjum flokki; áhöld höfðu þeir af steini, mjög haganlega, gjörð, þeir bjuggu í tiltölu lega vel gerðum hús- um, og ýmsar myndir úr steini hafa fundist, er bera vott um mik- inn hagleik. Nú hafa þeir tekið kristna trú, eru mjög vel menntað- ir, flestir eru þeir á Norðureyjunni, margir stunda bæði akuryrkju og iðnað og verzl- un. Þeir eru um 80 þús. Fegurð Nýja Sjálands hefir jafnan ver- ið viðbrugðið, enda er það svo, þar eru nim- inhá fjöll, en þar eru líka fagrar og írjó- samar sléttur, yndisfallegir dalir með fjölda af stöðuvötnum, skrúðgrænir akrar og skínandi fögur beitilönd, mikil.1 og fag- ur skógur, fjöldi af fossum, hverum og laugum. Tíðarfarið er dásámlegt, að vísu nokkuð heit sumur, en vetrar álíka heitir og júlímánuður hér. Landið er því ríku- lega útbúið af náttúrunnar hendi. Þar hafa aldrei verið nein villidýr, engir höggormar eða skaðleg skorkvikindi. Stærstu borgir á Norðureyjunni eru Auckland, íb. 220 þús. og Wellington, íb. 146 þús. Á Suðureyjunni eru stærstu borg- ir Christchurch, íb. 130 þús. og Dunedin, íb. 110 þús. Á Norðureyjunni er eitt hið fegursta vatnsfall, fljótið Wanganwi, sem kallast hið helga fljót frumbyggjanna (sjá mynd). Víöa eru falleg vötn í Nýja, Sjálandi, en þó mun varla hæg't að hugsa sér fegurra en með fram vatninu, Te Anau, sem allt er klætt indælasta blómskrúði og trjágróðri. Wanganui, liið heilaga fljót frumbyggjanna. ágætir bændur og

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.