Ljósberinn - 01.10.1939, Page 9

Ljósberinn - 01.10.1939, Page 9
LJÖSBERINN 221 ætlaði öll fjölskyldan að flýja ásamt Lén- harði. Þegar Hinrik yfirgaf vin, sinn, var það eingöngu til þess að gefa Stretton bend- ingu, enda kom hann bráðlega, í felustað Lénharðar. Því var slegið föstu, að flótta- maðurinn skyldi vera til kvöldsiris kyrr á heyloftinu, til frekara öryggis. En honum var séð fyrir mat og drykk og hann fékk mei,ra að segja, nokkrar bækur, til þess að stytta s’r stundir með. Þetta, var nú fyrsta skiptið, eftir að hann hafði yfirgefið Eikar- lund, sem hann gat skemmt sér við að lesa, og hann var nú eins áhyggjulaus og glað- ur og' hann hafði verið, þegar hann var drengur á bernskuheimili sínu og sat og hvíldi sig í heybólstri. 12. kapítulj. Flóttmn. Hin örlagaríka, nótt var komin. Það var þrejfandi myrkur og vottaði ekki fyrir nokkurri stjörnu, en regnið streymdi nið- ur, eins og helt væri úr fötu, eins og nótt- ina áður. Þetta var þess konar veður, að engum lifandi manni, sem ekki var nauð- beygður tii þess, kom til hugar að fara út á rennandi og' óþverralegar göturnar. En það var ekki, hægt að hugsa, sér ákjósan- legra veður fyrir hópinn, sem safnaðist saman kl. 11 um kvöldið í húsi Strettons, til þess að taka síðustu, ákvarðanir um frelsi Langdons. Kaupmaðurinn í fangelsinu var, þvert á móti því, sem venja hans var, enn ekki kominn að glugganum stundvísiega, þegar merkið var gefið. Nóttina áður hafði hann tilkynnt það á seðlinum, að hann myndi ráðast á fangavörðinn og myndi það hafa þær afleiðingar, að hann yrði látinn fara niður í neðsta liólfið í dýflissunni, neðan- jarðarkjallarann ógurlega, hálffullan af vatni og morandi af rottum. Það mátti því engri nóttinni sleppa, heldur varð að hugsa um, að frelsa hann. Kjallarinn var alræmd- ur sem hin ógurlegasta vistarvera, og ein einasta nótt þar niðri gat orðið til þess aö valda fanganum dauðlegum sjúkdómi. Lénharður var nú kominn úr hinu ilm- andi fangelsi sínu og' sat nú óþolinmóður og beið þess, að lokið yrði öllum ráðagerð- um. Allir, sem tóku þátt í förinni, voru svo létt klæddir, sem frekast var hægt að kom- ast af með, og höfðu allir ljósker við belti sér. Allir höfðu þeir þung barefli aö vopni, og einn þeirra, þýzkur smíðameistari, Andres Mölling að nafni, hafði staf með löngum járnkrók á endanum. Loks kom svi stund, að herra Stretton áleit að svo væri orðið áliðið nætur, að þeir gætu lagt út. á götuna., án, þess að eiga. það á hættu, að mæta nokkrum manni. ITann tók útidyralykilinn og mælti: »Nú er allt í röð og reglu, og þú ert viss um það, Andrés, að geta ratað um öll pípu- netin?« Smíðamei,starinn, tók upp pappírsörk. »Hér er teikningin. Sjálfur hafði ég með höndum vinnuna við járnefnið og er því öllu nauðakunnug'ur, og rata því ágæt- lega«. Svo gengu þeir allir út á þögula og dimma götuna. Ilerra Stretton lokaði iiús- inu á eftir þeim. Hjarta Hinriks barðist, ákaft, þegar hann, heyrði lykilinn snúast í skránni. Það var merkiö um það, að nú var hið mikla fyrirtæki byrjað -fyrir alvöru, fyrirtækið, sem hann hafði alltaf verið að hug'sa um í sejnni tíð. Gatan var algerlega mannlaus og það heyrðist ekkert hljóð, annað en skvam,pið í regninu. Þeir gengu dreifðir og héldu sér með húsveggjunum. Herra Muller fór á undan. Þegar þeir voru komnir á afvikinn stað, utarlega, í borginni, nam hann staðar og lét birtuna frá skriðljósinu leika um jörðipa. Þegar ljósið íéll á járnplötu, beygði hann sig nið- ur og stakk króknum á stafnum undir plötuna og lyfti henni upp. Kom þá í ljós kolsvört, ferhyrnd hola, umvafin illgersí, sem óx þarna, Þetta voru dyrnar eða gjáin

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.