Ljósberinn - 01.10.1939, Síða 8

Ljósberinn - 01.10.1939, Síða 8
220 í LJÓSBERINN TJAN S. WÖRISHOFER Nú heyrðust líka greinilega, mannsradcl- ir þarna niðri. Hann heyrði Stretton tala, og svo heyrði hann mannsrödd, sem hafði. svipuð áhri.f á hann og rafmagnsstraum- ur. Pað var rödd Natanaels Forsters, sem spurði: »Hvað er þetta þarna uppi?« »Pað er heyloft«, svaraði Stretton. »Hvað varð af hundinum?« spurði frið- dómarinn. »Varp«, var kallað. Pað heyrðist sterkt hundsgjamm og sam- ta.l margra manna, sem töluðu hver í kapp við annan. Lénharður heyrði einnig mál- róm Sammys:. Svo fja.rlægðist þ.etta allt og aftur varð hljótt og kyrrt. Lénharður lá þarna lengi og hafði. hjart- slátt, en allt hélt áfram að vera rólegt og viðburðalaust, en honum virtist hann heyra gja.mmið í Varp langt frammi á veginum. Hi.n yfirvofandi hætta var nú liðin hjá. Pað var augljóst. mál, að Sammy hafði notað töframeðal sitt, og leitarmenn höfðu treyst þefvísi hundsins í blindnj, og þess vegna ekki hirt um að leita betur sjálfir. Það leið fullur klukkutími og Lénharður heyrði ekki annað en kva.kið í svölunum, sem flugu inn og út um loftsgluggann. Loks kom gangandi, maður yfir garðinn, hann gekk inn í eldiviðarhúsið undir loft- inu, og fór svo skömmu síðar að höggva í eldinn, með þeim hamförum, að högg- spænirnir og lurkarnir köstuðust. í allar áttir og smullu í veggjunum. Eftir nokkra hríð varð hlé á höggorust- unni, skíðhöggvarinn var áreiðanlega aó að kasta mæðinnþ En svo var þögnin rofin með því, að blístrað var angurblítt írskt þjóðlag. Lén- harður þekkti þetta lag vel, og visgi, að eng- inn gat blístrað það af jafn mikilli snilld annar en Hinri.k. Ha.nn var viss um, að þetta hlaut að vera Hinrik. Hann skreið gætilega fram á loftsskörina, þar sem stig- inn stóð, gægðist niður, og sá að Hinrik sat á fjalnögginu. Lénharður þorði ekki að láta. neitt í sér heyra. Hann var e.kki viss um að Hinrik væri þarna aleinn. Hann tók því heyvisk, vafði hana í kúlu og lét detta niður. Hin- rik lei.t upp og var á næsta augna,blik'; kominn upp stigann. Pegar fyrsti samfundafögnuðurinn var ofurlítið farinn að rjúka, og Lénharður hafði sagt frá öllu, er fyrir hann, hafði komið um kvöldið og nóttina, var tími Hin- i'iks kominn til að taka til. máls. Þeir höfðu komið eldsnemma um morguninn, friðdóm- arinn og herra Forster, og með þeim var Múlattinn, sem hafði hund með sér. Peir höfðu haldið langa yfirheyrslu yfir Strett- on. Sammy hafði líka, með sér peysu, sem Lénharður hafði verið í. Var hundurfnn látinn, þefa af henni og var svo farið með hann umhverfis húsið og garðinn. En hund- urinn hafði engan áhuga, fyrir leitinni og hætti henni brátt. Loks urðu þessir herr- ar þreytti,r^á þessu öllu og allri eftirgrensl- an og héldu á brott, eftir að friðdómarinn hafði lagt ríkt á það við Stretton að fram- selja strokuþrælinn, ef hann bæri þar aó garði. Pað mátti skilja það á samræðum þeirra, þegar þeir fóru, að næst myndi verða leitað á Eikarlundi (Sjö eikum), en þar var Natanael hárviss um að Lénharð- ur myndi hafa falið ság. Lénharður fékk líka að vita það, að það var einni nótt of snemma, sem hann hafði yfirgefið hús frið- dómarans. Næstu nótt átti að gera tilraun- ina með að frelsg herra Langdon, og svq

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.