Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 11
LJÓSBERINN 223 að neðanjarðar lokræsunum, sem fara varð eftir, til þess að komast inn. í fangelsið. Hver á eftjr öðrum fóru nú mennirnir niður í op þetta, seinast Lénharður. Hon- um virtist rödd félaga, sinna undarlega dimm og lin, þarna niðri. í undirdjúpinu og myrkrinu. Þeir sögðu honum, að hann skyldi halda sér i röð af járnrimlum, sem mynduðu stiga niður í djúpið, og heppn- aðist honum að komast slysalaust til botns. Einn ai þeim félögum varð eftir, til þess að stan.da á verði, og lagði hann járn- plötuna lauslega yfir opið. Hinir stóðu nú í mjóum göngum með loft- hvelíingu yfir. Göngin voru svo há, að þeir gátu vel gengið uppréttir, en, þeir gengu alltaf i vatn.i, og skammt frá niðaði vatns- buna, frá hliðarleiðslu. Andrúmsloftið var óþolandi. Skriðljósin vörpuðu fölum bjarma á múraða veggi, og á þeim voru stórar skellur af mygluskán- um. En á bak við þá kom myrkrið á hæla þeim. Kolsvarta myrkur var þó ekki, því að þegar Lénharður heyrði, léttan hljóðþyt aö baki sér og leit við, sá hann eldrákir og bjarta, bletti, sem. flögruðu um hrufótta veggina, eins og þeir væru í eltingaleik, Hann rak upp lágt óp, sem kom félögum hans til að liíta við. En þegar Mölling heyrði ástæðuna, rufndi hann fyrirlitlega: »Rott- ur — tvístertur«, og hélt leiðar sinnar. En hefði Filippus verið með í flokknum. hefði hann getað gefið þá skýringu, að tví- stertlurnar eða eyrnapöddurnar voru hin- ar tindilfættu margfætlur að leik sínum og starfi, þarna niðri í röku myrkrinu. Eftir því sem batur sóttist ferðin og þeir komust lengra áleiðis, lækkuðu göngin, og urðu þeir nú a.ð ganga. hálf bognir. Gang- urinn lá í mörgum bugðum og hlykkjum, og ljósbjarminn sýndi þeim mörg op í hlið- argöngum og ræsum, þar sem gruggugt vatn og leðja hnigu niður í aðalgöngin. Sumstaðar fengu þeir niður yfir sig steypi- það frá fajilrennum; það var kveðja frá rigningunni í efri heimum, Við hver hliðargöng, sem þeir fóru. fram hjá, leit Möllinger á blaðið, sem hann var með í hendinni. Allt í einu nam hann stað- ar og mælti: »Hér er það«. Nú voru þeir komnir a,ð leiðslunni, sem lá að gamla kjallaranum í brugghúsinu, en smiðurinn sagði, að hann yrði einn aó skríða á undan gegnum hin þröngu göng. Þau tóku nefnilega, enda við rennilásleiðslu, sem hann einn gæti opnað, og yrði þaö aó gerast varlega, til þess að vatnið, sem stæði í kjallaranum, fossaði ekki niður allt í einu og kaú'ði þá. Hann áminnti félaga sina um það, að skorða sig vel með lurkum sínum við veggina, svo a,ð hinn beljandi vatns- straumur sveiflaði þeimi ekki burtu með sér. Og svo skreið þessi hugrakki maður inn í afræsispípuna, en hinir biðu, með þögulli eftirvæntingu, þess, er verða vildi. Að nokkrum tíma ljðnum heyrðist urg- hljóð mnan úr myrkrinu, þessu næst. skvamp og loks. soghljóð, og dökku.r, daun- illur vatnsflaumur braust út, um ræsis- munnann,. Straumbylgja þessi varð æ svæsnari og óhemjulegri og fyllti brátt helminginn af kolsvarta gapinu, sem hún gusaðist út um. Það heyrðist fjölnótuð, tístandi hljómsveit- arkviða, og heil hersing af rottum í renn- votu, gljáandi skinni, brauzt óttaslegin út um ræsismunnann og leitaði sér undan- komu milli lærleggja þeirra félaga; gerð- ust enda, sumar svo djarfar, að taka sér björgunargöngu upp eftir súlum þessum, en hetjurnar hristu þær af sér með fyrir- litningu. Enginn hafði hugmynd um, hve lengi foraralda þessi var að göslast fram hjá. Þeim lá við köfnun af ódaun, og til Möll- ingers heyrðu þeir hvorki né sáu. Þeir biðu og biðu í hálfgildings yfirliði og móki. Lög- urinn sauð og vall með beljandi iöukasti og' gubbhljóði umhverfis þá. , Loks tók flaumurinn að minnka og loks heyrðist einungis hægur niður. Og nú gall þvell og skær flautuhljómur við, sem lífg-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.