Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 16
228 L JÓSBERINN Englavörðurinn. Þú hefir heyrt sagt frá Lúther, er það ekki? Þú þekkir hann að minnsta kosti aö nafni og veizt, að ha,nn er einn af »mi,kil- mennum« sögunnar. Veiztu hvað það var, sem gerði hann mestan? Já, hann var barn Ouds. En þú veizt líka, að ekki hafa allir mætur á kristnum manni. Lúther eignaðist óvini. — skæða óvini, sem ásettu sér að g-era honum fyrirsát. Það var einu sinni á dimmu kvöldi, að þessir menn földu sig á milli trjánna í þéttum skógi, — albúnir til að ráðast ad Lúther., er hann gengi gegnum skóginn. Nú heyrðu þeir fótatak og lágu og bærðu ekki á sér. En hann var nú samt sem áður ekki einn síns liðs. Við hlið hans gekk hár maður, hvítklæddur. Þeirn brá við þá sjón og litu hver á annan og héldu niðri í sér andanum, meðan Lúther gekk fram hjá þeim, þar sem þei.r lágu. Enginn þorði að gefa sig fram. Allir voru þeir hræddir viö hvíta fylgdarmanninn hans. Og Lúther komst heill á húfi gegnum skóginn á þessu dimma haustkvöldi, með aðstoð hins hvíta vinar sins. En þessi vinur hans var ekkj maður — það var engill Lúthers, því Lúther átti sinn engil, eins og öll önnur börn Guðs hafa, þú og ég líka. Já, við höfum ekki aðeins einn engil, við höfum marga.. Þess vegna syngjum vér í sálmin- um: »Ég geng 1 heimi, hva,r ég fer, með helgum englaskara — ég geng' með englum livar ég fer«. (Sálmab. nr. 319). Við tolum of sjaldan um englana okkar. Vi.ð skulum nú verja lítilli stund til að hugsa um þá — og gleðjast! Iivað gera englarnir okkar? Já, hvað stendur í kvöldbæninni þinni: »Við skulum vaka vlst, meðan sefur I)ú, svo mun ei, saka, segja Guðs englar nú, sofnaðu’ í sælii trú — við skulum vaka«. Guð sendir englana til að halda vörð úm þig. Þú veizt, að konungurinn á sér lífvörð. Hermenn, klæddir skínandi einkennisbún- ingi, halda, vörð um höllina ha.ns og hann sjálfan. Þú hefir líka lífvörð urn þig. En hermenn þínir eru í hvítum einkennisbún- ingi — lífvörðurinn þinn heitir englavörð- ur. Þú vilt víst engan dag lifa svo, að engl- arnir haldi, ekki vörð um þig? Þú þarft þess heldur ekki, því a.ð englarnir hafa mætur á þér — og fara aldrei frá þér méð fúsu geði. En ef þú vilt lifa í synd, þá verda þeir að skilja við þig, því að englar og synd eiga ekki saman. Það er einmitt, starf englanna, að verja þig fyrij’ syndum. Ég hefi haft, þennan lífvörð, englavörð- inn, alla æfi mína. Ég veit. a.f reynslu. að það er gott og öruggt. Þess vegna óska ég þér, aó þú missir aldrei þinn. Því að ef þú »gengur með englum«, hvert. sem þú fer, þá gengur þú líka til himins, hvar sem ]jú fer. Og svo hittumst við þar á síðan. Elna Kvellestad. Nýjar barnabæknr. »Scjíðu mér söguna aitui«. Steingrímur .Arason kennari hefir samið nýjn barnabók, sem hann kallar: , Segðu mér söguna aftur«. Þetta eru nokkrar smás.ögui, þýddar og endursagðar. Kennarar og foreldrar um land ailfc þekkja svo mikið til Steingríms Arasonar, að þeir vita, að þegar hann sendir frá sér nýja bók, þá þurfa börnin a.ð eignast þana. Frú Barbara Árna- son, ensk kona, gift Magnúsi Árnasyni listmál- ara, hefir teiknað nokkrar fallegar myndir í bók- ina. Sagaji af Slgríði Eyjafjarðaaraðl úr þjóðsögum Jóns, Árnasonar hefir verið sér- prentuð með mjög stóru letri og prýdd myndum. Þetta mun vera fyrsta heftið, sem gefið hefir verið út úr íslenzkum þjóðsögúm, i sama stíl og útlendu bækurnar, sem hér hafa vei'ið seldar ár- lega og verið vinsælar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.