Ljósberinn - 01.10.1939, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN
229
UÓSBERINN
Kemur út einu sin.ni 1 mánuði, 24 siður,
og auk þess fá skuldlausir kaupend-
ur litprentað jólablað.
Árgangurinn kostar 5 krónur. — Gjalddagi
er 1. júní.
Sölulaun eru 15% af 5—14 eint. og ‘20%
af 15 eint. og þar yfir.
Afgreiðsla: Bergstaðastræti 27, Reykjavik.
Sími 4200.
Utanáskrift: Ljósberinn, Pósthólf 004,
Reykjavík.
Prentsmiðja Jóns. Helgasonar, Bergst.str. /7.
Skrítlur.
Heimspekingur nokkur þurfti að fara yfir s.tórt
vatnsfall og varð að flytja hann á báti. Á leið-
inni spurði hann ferjumanninn, hvort hann kynni
nokkuð 1 stærðfræði. Hann kvað nei, við því. iiPá
hafið þér glatað einum fjórða hluta. af lifi yðaro',
sagði ferðamaðurinn. — Nokkru siðar spurði hann
aftur: >,Kunnið þér ekki eitthvað í rökfræði?<;
Hinn neitaði aftur. »Pá hafið þér giatað öðrum
fjórða hluta af lffi yðar«, sagði ferðamaðurinn.
í þriðja sinn spurði hann: »Kunnið þér ekk':
stjörnufræði?« Og í þriðja sinn neitaði ferjumað-
ur. »Pá hafið þér enn glatað fjóröa hluta af lífi
yð r«, sagði hei,mskepingurinn. I sömu svifum
rakst 'játurinn á blindsker og brotnaði. »Kunnið
þér að synda?« spurði ferjumaðurinn. »Nei«, svar-
aði heimspekingurinn. »Skríðið þér þá upp á bakið
á mér«, mælti, ferjumaður, »svo að ég geti synv
með yður i land, því annars er ég' hræddur um
að allir fjórðu hlutarnir af lífi yðar glatist meö
öllu á svipstundu!«
1. kerling: »Hvernig er veðrið úti?«
2. kerling: »Og svona. Hann er eitthvað óstöð-
ugur á áttunum. Stormurinn stóð bei,nt í fangið
á mér, þegar ég kom út, en í bakið á mér, þegar
ég fór inn«.
Faðir (eftir bað); »Mér finnst ég vera tíu ár-
um yngri eftir þetta bað«.
Sonur hans (5 ára gamall): »Sama finnst mér,
pabbi minn«.
ICaupandi (í blómabúð): »Svo ætla ég að biðja
yður að lána rnér þes,si blóm til næstu mánaða-
móta«.
Sölukonan: »Já, það skal ég gera. En þá ætia
ég til vonar og vara að leggja ei.tt gleym-mér-ei
ofan á hir. blóminc.
Skipstjórinn: »Ég tel það skyldu mína, að láta
farþegana vita, hvernig ástandið er. Ég hefi nú
gert alt, sem unnt er að gera, til bjargar, en hald-
is.t þessi stormur eina klukkustund enn, þá ferst
skipið og allt, sem lífs er í þvi, drukknar, — bæöi
menn og mýs!«
Stúlka (einn farþeginn): »Mýs! Hamingjan
hjálpi mér! Pað eru þó víst ekki mýs hér í skip-
tnu?«
Ferðamaður (við veitingakonu): > Hvað hugsið
þér, kona góð, að þurrka af diskunum með svunt-
unni yðar?«
Veitingakonan: »Uss» það gerir ekkert til; hún
er óhrein hvort sem er«.
Móðirin (við Dísu litlu): »Fa,rðu nú ti.l hennar
frænku þinnar með þetta bréf, en mundu að setj-
ast ekki þar inni, þó hún bjóði þér það, svo að
hún sjái ekki gatið á hnénu á öðrum sokknum
þínum«.
Dísa (þegar frænka hennar býður henni aö
setjast): »Nei, þakka þér fyrir. Ég má ekki setj-
ast, því þá sérðu gatið, sem er á hnénu á öðrum
sokknum mínum«.
Kennari: »Hvaða flokki tilheyrir kýrin?«
Pési: »Jórturdýraflokknum«.
Kennarinn: »En tígrisdýrið?«
Pési: »Rándýraflokknum«.
Kennarinn: »En flugan?«
Pési: »Skordýraflokknum«.
Kennarinn: »En síldin?«
Pési, (hikandi): »Hún — hún tilheyrir kart-
öflum«.
Gunnar litli: »Það er víst nokkuð mi.kið af lyga-
fréttum í blaðinu i dag«.
Faðir hans,: »Hvers vegna heldurðu það, dreng-
ur minn?«
Gunnar: »Af þvi að það stendur þarna með stór-
um stöfum: »Erlendar fréttir, en við vitum það
báðir, að hann Erlendur er svo afskaplega ösann-
sögull«.
óli litli hafði verið drifinn í rúmið í hegningar-
skyni fyrir það, að hann tók epli frá mömmu
sinni. Síðar vaknar hann við þrumuveður og' ségir:
»Ja, akárri eru það nú óskö.pin sem á ganga
út af einu einasta epli«.
Læknir (kemur fram í biðstofu sjúklinganna.):
»Gerið þið svo vel. Hver hefir beðið lengst?«
Klæðskeri (stendur upp með reikning I betid ■
inni): »Pað er ég, því að ég hefi beðið eftir borg-
uninni síðan I fyrra«.