Ljósberinn - 01.06.1940, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.06.1940, Blaðsíða 13
L JÓSBERINN 109 hafði Lénharður fyrr tekið eftir því en hann Ixrökk við eins og fuglinn, sem finn- ur að losnar á takinu um vængi hans. Með heiptaráreynslu gat hann brölt á fætur og hraðaði sér til dyranna út á pallinn, upp á líf og dauða. En hatursglóðin virtist hafa engu minni áhrif á hinm svinkaða heila Forsters, en þorstinn eftir frelsi á Lénharð. Flóttamað- urinn. var naumast kominn fram í dyrnar, þegar gripið var þrælslega í Öxl honum, og hann heyrði hvæsandi, grimmdarfulla rödd Natanaels Forsters, sem æpti í stiórn- lausri bræði: »Præls-hundurínn þínn«, grenjaði hann. »H.eldur þú, að þú getir Noppið frá mér?« En í sama augnabliki þaut byssukúla gegnum þilvegginn á vagninum. Forster sleppti takinu og pataði með báðum hönd- um út í loftið, en féll svo þungt til jarð- ar, dauðskotinn og eins líf'aus og' trjáflís- arnar, sem þeyttust niður úr gatskotnum veggnum. Nú var Lémharður orðinn húsbóndalauc. Hann leit eldsnöggt á þennan fallna fjandmann sinn, og sömiHeiðis, á herra Duncan, sem lá í hrúgu á bak við poka nokkra, en þaut svo út, á pallinn. Hér leit hann rannsakandi umhverfis sig, til þess að átta sig á umhverfinu. Þokan var horfin. Fyrir neðan lágu járn- brautaruppfyllinguna, þaðan sem kúlna- regnið kom, lá maísekra, og stóðu þar mannhæðarhá, blaðbreið stráin, en kólf- arrnir höfðu verið burtu skornir. Hvergi var nokkurn mann að sjá. Litlir, rauðgul- ir blossar og hvítleit púðurreykjarský var það eina, sem vitni bar um árásarmenn- ina. Gufuvagninn lá stafnstunginn niður í grundina, og farangursvagninn lá upp við kolavagninn. 1 því stutta augnabliki, sem Lénharður stóð á pallinum, þaut kúla fram hjá eyra honum, önnur kúla skall í járnspöng viö hlið honuni og þaðan aftur með suðandi hvin. Lénharður hraðaði sér því frá þess- um hættulega s.tað, velti sér niður vegar- brekkuna og hvarf inn á milli maísblað- anna, sem luktust saman yfir höfði honum. Með miklum erfiðismunum brölti vinur vor hálfboginn í áttina þangað sem hann bjóst við að finna frelsi sitt. Járnhespan og hlekkirnir, sem voru á höndum hans gerðu honum ósegjanlega erfitt fyrir með ferðalagið, af því að grasið flæktist stöð- ugt í hlekkina. Mörkin ætlaði aldreí að taka enda. En Suðurríkjahermennirnir tóku rösk- lega á móti árásinni, enda höfðu þeir betri varnarstöðu en Norðurríkjamenn. Hvítur reykjarmökkur hnyklaðist yfir járnbraut- arveginn, beggja rnegin við brotna vagn- ana og ólgaði milli hjólanna. Og kúlurnar þutu í maísblöðunum umhverfis Lénharð, sem, var að brjótast leiðar sinnar með hin- um mestu harmkvælum. Nú heyrðist hornablástur úr þeirri átt, sem hann stefndi í. Var það merki um að gera áhlaup, eða. hörfa? Lénharður vissi það ekki. Skömmu síðar komst hann að raur, um, að árásarmenn hörfuöu. Hann var nær fallinn um lík af hern'.anni, sem la endi- langt á jörðinni næstum hulið af maísblöð- um, sem höfðu þó ekki getað veitt honum vörn. Það var í fyrsta s,inni, sem hann sá einkennisbúning Norðanvéra í námunda, og honum virtist það ills viti, að hann skyldi hitta svo á að sjá einkennisbúning- inn fyrst á dauðum manni. Og fyrirboði þessi reyndist nærgætur. Lénharður hafði ekki gengið nema örfá skref, þegar hann fann snöggt högg á vinstra upphandlegginn, samfara óþolandi sársauka, og því nær samstundis tók hann eftir því, að logheitt. blóðið streymdi nið- ur hönd hans. Það var óbærileg tilhugsun. ef hann skyldi nú hníga niður og honum blæða út þarna á maísakrinum. Hann gerði því allt, sem hann gat, til þess að komast leiðar sinnar, enda. heyrði hann bráðlega mannamál. Þetta gaf honum nýja krafta. Hann, gekk aðeins nokkur skref og fékk þá gott útsýni. Hann sá stóra grasflöt með trjám á stangli. Fjöldi af nermönnum á víð og dreif hröðuðu sér til félaga sinna, sem höfðu safnast. saman í fylkingu í nokk- urri fjarlægð, stöku hermenn stóðu kyrrir og hlóðu byssur sínar, og enn aðrir voru að smátínast fram úr maísekrunni. Einn þeirra kom auga á Lénharð, æpti hátt og miðaði á hann byssunni, en lét hana síga, þegar Lénharður lyfti u.pp hlekkjuðum höndunum. Skömmu síðar var hann umkringdur at nokkrum hermönnum, svörtum af púður- reyk, og það heyrðust setningar svohljóð- andi: »Hlekkjaður fangi, sem hefir flúið frá fjandmönnum vorum«. »Hann er særður, sjáið h.ve honum blæðir«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.