Ljósberinn - 01.06.1940, Page 4
100
LJÓSBERINN
Vatnaskógur
Inn úr Faxaflóa skerast nokkr-
ir firðir. Sá lengsti þeirra er Hval-
fjörður. Sá, sem hefir gert þann
fjörð og Hvalfjarðarströnd fræg-
asta, er Hallgrímur Pétursson,
sálmaskáldið góða, að Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd. Saurbær stend-
ur í brekku, sem hallar niður að
sjó, en að baki hæðarinnar er dal-
ur sem heitir Svinadalur, einn aí'
mörgum með því nafni á fslandi.
Dalur þessi stefnir hér um bil frá
vestri til austurs, norðan við hann rís
Skarðsheiðin, sem hér að sunnan sýnist
ekki jafn há og er ekki eins hrikaleg og
að norðan. Sunnan við dalinn er Ferstiklu-
háls og fleiri fjöll og hæðir. f botni dals-
ins eru þrjú vötn, og við það neðsta, Eyr-
arvatn, er Vatnaskógur í hlíðum dalsins,
og niður með Laxá, en það er afrennsJi
vatnanna í dalnum.
Vatnaskógur var tekinn í vernd skóg-
ræktar ríkisins og girtur. En 1923 hefst
svo nýtt. tímabil í sögu skógarins, því þá
kom þangað hópur af drengjum frá K. F.
U. M. í Reykjavík til að dvelja þar í sum-
arleyfi sínu. Svo það sumar glumdi skóg-
urinn í fyrsta sinn af gleðisöng og ópum
drengja, og það hefir hann gert á hverju
Eyrarvatn,
Lindarrjóðu r.
sumri síðan (að undanteknu árinu 1937,
þá var starfið í Kornahlíð).
Annarsstaðar í heiminum hefir sumar-
starfið orðið mikill þáttur hins kristilega
starfs, og eins hefir orðið hér á landi, þó
ekki sé það orðið eins mikið og það þarf,
og verður áður en líkur, en það mál ræði
ég ekki hér. Hér skal aðeins ræða um
starfið í Vatnaskógi til þess að einhver sem
ekki hefði ákveðið sig, en sæi þessa grein,
tæki þá ákvörðun, að vera með í sumar
ef ástæður leyfa.
Allt starf Kristilegs félags ungra manna
miðar að því að hjálpa meðlimum og öðr-
um til að eignast. lifandi samfélag við Guð
sinn og frelsara, Jesúm Krist. — En
þessu marki er reynt að ná margvíslega
í Vatnaskógi. Par eru
drengir og ungir menn
saman í leik og gleði, söng
og sundi, bæn og þakkar-
gerð, lausir við bæjarys,
lausir við ljótan munn-
söfnuð. Parna eiga þeir
fjölmargar gleðistundi.”
við saklausan leik, hvort
-sem leikurinn heitir
knattspyrna, sund, hlaup,
gönguferðir, sögulestur i
rigningu eða letimók í sól-
skini, að ógleymdum bát.n-
um og vindsængunum.