Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 8

Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 8
124 LJOSBERINN Næsta dag finnum við önnu litlu í brauö búð Binna, bakara. Hún átti að kaupa stór- gert rúgbrauð. Hún varð samt að bíða eft- ir afgreiðslu. Eldabuskan amtmannsins var sem sé einnig stödd þarna í búðinni. Anna notaði því tækifærið til að spjalla við Hinrik, son læknisins, sem kom- ið hafði inn í búðina rétt á eftir henni. Þau höfðu verið skólasystkin, en nú var hann kominn í gagnfræðaskóla. Eldabuska amtmannsins lét móðan mása og rak erindi sitt með hinum mesta dugn- aði. »Þér munið það, frú Binna, að haía Aprikósukökuna tilbúna í tæka tíð. Ég skal senda hana Höllu mína — hina eldabusk- una — með þurkuðu aprikósurnar — ég er búin að leggja. þær í bleyti. Þaó er ágæt tegund, og við kaupum þær í Vísi. Nú búið þér til verulega góða köku — sem rennur í munninum og bráðnar — þér skiljið mig<o »Já, svo sannarlega, það megið þér reiða yður á«, mælti bakarafrúin, »þér skuluö verða ánægð með kökuna, ungfrú Margrét. Verið þér sælar, og sjáumst heilar, ungfrú Margrét«. Og svo sneri bakarafrúin sér að börn- unum og mælti blíðlega: »Hvort ykkar á ég nú að afgreiða fyrst?« »Ég hefi heyrt að þið hafið eignast iítinn bróður«, sagði hún við önnu, »svo að nú farið þið bráðum að halda skirnarveizlu. Það er nokkuð, sem ykkur börnunum þyk- ir varið í«. Augun í önnu litlu, sem venjulega skutu gneistum af kátínu, urðu nú tárdöggvuð. »Ég átti að kaupa rúgbrauð úr stórgerðu mjöli«, mælti hún, og lá við að beizkju kenndi í röddinni, »hér eru aurarnir — já, það verður skírnarveizla hjá okkur á sunnudaginn. Miðdagsverðurinn verður geitamjólk og kartöflur, og svo fáum við fimm-aura-hveitibrauð í kveldverð. -* Ver- ið þið sæl«. Um leið strauk hún dökkan hárlokk frá enni sér og hló kuldahlátur um leið og hún skauzt út úr dýrunum. »Anna, Anna! Hlauptu ekki svona - staldraðu ögn við. Heyrðu —« var kallað á eftir henni. Anna nam staðar. »Heyx*ðu mig, Anna«, sagði Hinrik, og blés af mæði, »varstu ekki að gera að gamni þínu. — Er það satt, að þið hafio ekki annað að borða á sunnudaginn?« »Víst. er það satt«, svaraði stúlkan mjóg alvarleg. »Foreldrar mínir verða að spara, til þess að geta borgað skuldir síhar, og þú veizt. að við erum níu systkinin. Stattu nú ekki þarna eins og auli, Hinrik — við látum þetta ekkert á okkur fá, krakkarnir, og erum alveg eins glöð eins og annað fólk. Jæja, nú verð ég að fara. Vertu sæll«. Og Anna hans Hans beykis og hennar Jósefínu, hló alveg eins glaðlega og hún var vön — svo að drengurinn varð ao hlæja með henni. »Þetta er.glaðsinna stúlka«, sagði hann við sjálfan sig, og horfði á eftir henni. Mikið er að sjá, hve hart hún hleypur með rúgbi’auðið sitt undir hendinni. En svo varð drengurinn mjög hugsandi. Og þegar hann kom að steinti’öppunum fyrir utan lækn- ish.úsið, nam hann staðar nokkra hríð, áð- ur en hann gekk inn. »Lot.ta, Gréta, Geirþrúður!« heyrðist nú skyndilega kallað í ganginum, og samstund- is komu þrjár ungar stúlkur þjótandi út úr barnaherberginu. Og Maggi litli, sem var tveggja ára, kom lallandi á eftir þeirn, þu að ekki hefði verið á hann kallað. »Hvað gengur á, Hinrik?« hrópuðu þær óðamála. Þær stóðu allar á öndinni af for- vitni, þvi það var engum blöðurn um það að fletta — að það var ekkert. smáræði, sem bróðir þeii’ra þurfti að segja þeim. »Þið skuluð koma með mér að fjærsta bekknum við blómagarðsvegginn — þá skal ég segja ykkur það«. — Svo þaut hann af stað í hendingskasti — og' þær á eftir, systurnar. En Maggi litli rak lestina — vaggandi. »Hérna getu.m við nú öll setið, án þess að verða trufluð«, sagði þessi stóri bróðir við systur sínar, þegar þau voru, komin að

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.