Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 9

Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 9
LJÓSBERINN 125 bekknum. >»Við veröum að skjóta hér á fundi, fáið ykkur sæti«. Stúlkurnar hlýddu. Meira að segja Maggi litli hlassaði sér rólegur niður og horfði eftirvæntingarfullur á Hinrik, sem var mjög alvarlegur. »Takið þið nú vel eftir«, mælti Hinrik. »Á sunnudaginn kemur verður barnsskírn hjá Hans beyki og frú Jósefínu. Nú eiga þau níu börn. Þið munið tilstandið hjá okkur, þegar Maggi litli var skírður. Þar voru stærðar haugar af allskonar kökum og öðru sælgæti! Eni hugsið ykkur, að hj'á beykinum verður ekki annað á borðum en geitamjólk og kartöflur og svo fimm-aura- hveitibrauðssnúðar að kveldinu. Við meg- um til að korna því svo fyrir að börnin beykisins fái eitthvað aukreitis þennan minningardag. Við skulum láta bakarann bú^. til risavaxna aprikósuköku. Þið vitið, að nú er ekki hægt að fá nýja ávexti. En það er hægt að kaupa þurkaðar aprikós- ur í verzluninni Vísi, og svo má bleyta þær og leggja þær á kökuna. Og svo skul- um við öll bera kökuna til beykisins - því Binni bakari býr til ágætis. kökur. Börnin mega til að fá eitthvert sælgæti þennan dag. Og nú getið þið sagt ykkar álit á þessu máli«. Þannig endaði Hinrik ræðu sína. Systurnar þrjár hlustuðu með hinni mestu áfergju á uppástungu þessa. Þær komust allar á loft við tilhugsunina um þessa glæsilegu aprikósu-hugmynd, en gátu annars ekki skilið hina dæmalausu hug- kvæmni Hinriks, þær dáðust að hugmynd hans, og undruðust stórlega þekkingu hans á hagnýtingu þurkaðra ávaxta. Þetta var alveg dásamlegt,. En Lotta, sem var einu ári eldri, og auk þess mjög hagsýn og fyrirhyggjusöm tók nú til máls: »Þetta er dásamleg og' stórkostleg hug- mynd, Hinrik — en hvar eigum við að fá peninga til þess arna? Þú veizt það vel, að við eigum ekki meiri peninga í aura,- bauknum okkar, en sem svarar því, að við getum keypt afmælisgjöf handa mömmu. Og nú er afmælið hennar í næsta mánuði«. »Já, það er rétt«, sagði Hinrik, »ég hefi líka hugsaö um það. En takið þið nú vel eftir«. Það var þögn um hríð.. En svo tók Ilin- rik aftur til máls: »Það stendur í litlu málfræðinni okkar, að til séu hlutlausar — og lilutrænar hug- myndir. Hlutrænu hugmyndirnar getum við skilið með o.kkar fimm skilningarvitum: Sjón, heyrn, ilmi, smekk og tilfinningu — t. d. brauð, kjöt, kökur o.. s. frv. Hlutlaus- ar eða fræðilegar hugmyndir, getum við aftur á móti ekki skilið eða sannprófað með hinum fimm skilningarvitum, t, d. hatur, drambsemi, kærleika eða þesshátt- ar. Það ligg.ur því ekki annað fyrir, en að við verðum að gefa mömmu fræðilega híuti, sem ekki kosta peninga. En við verðum að hugsa okkur vel um, hvað það eigi að vfra, og ráðgast um það hvert við annaðc. Systurnar ski.ldu undir eins að þetta var góð lausn á málinu, og ennfremur að það var augljóst; mál, að þau urðu oft að skjóta á fundi til þess að koma sér saman um, hvað þau ættu að gefa móður sinni í af- mælisgjöf. Lotta, sem var elzt af systkinunum, hafði skilið við hvað bróðir þeirra átti. En Gréta og Geirþrúður voru ekki alveg viss- ar um skilninginn á þessum hlutkenndu og fræðilegu hugtökum, enda ekki komnar svo langt i málfræðinni. En eitt, var vísc, að áhuga höfðu þær fyrir þessu. Sama kvöldið sáu. menn fjögur elztu læknisbörnin á hlaupum eftir götunni. Fyrst fóru þau inn í nýlenduvöruverzlun- ina Vísi og komu þaðan út með stóran, brúnan pappírspoka, og hurfu með hann inn til Binna, bakara. Um kvöldið, þegar börnin voru komin i hreinu og ilmandi rúmin sin, andvarpaði Gréta og sagði: »Ö, hvað það getur orðið mörgum sinn- um langt þangað til að næsti sunnudagur kemur«.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.