Ljósberinn - 01.08.1940, Side 15
LJÓSBERINN
131
^Hvébt ykkar hefir tekið ávaxtaskálina?
Ef til vill hafið þið ekki gert það, en mig
minnir nú samt að hún ætti að standa í
glerskápnum. — María hefir ef til vill fært
hana úr stað«.
María var roskin vinnukona, sem hafði
ekki verið lengi í vistinni. Hún kom í þess-
ari andrá inn með morgunmjólkina ti!
barnanna. »Ég hefi ekki hreyft neina, skál«.
sagði hún, »hún hlýtur að standa inni í
s-tofu«.
En hún stóð þar ekki, og enginn hafði
tekið hana. Rödd Georgs. titraði dálítið þeg-
ar hann sagði annars hugar og án þess
að vera spurður: »Ég veit. ekkert um hana«.
Undrandi horfðu þau hvert á annað og
á hið auða svæði í glerskápnum. Paó var
alveg óskiljanlegt hvernig hin fallega skál
hafði horfið.
Móðirin var óvenjulega þögul og kyrlát
þennan dag, og börnin höfðu ekkert gaman
af að hafa hátt. Georg gladdist, þegar einn
skólabróðir hans. kom til þess að taka
hann með í leikfimi. En jafnvel í leikfim-
issalnum létu hinar nagandi raddir sam-
vizkunnar hann ekki í friði.
Þegar hann, seinna um daginn, sat yfir
skólabókunum sínum, heyrði hann gegn-
um hálfopnar dyrnar að foreldrar hans
voru að tala saman. Móðir hans sagði:
»Það hafa áreiðanlega ekki verið börnin.
Ekkert. þeirra hefir farið inn í stofuna.
María hlýtur að hafa tekið skálina. Ann-
aðhvort hefir hún vitað að skálin var dýr-
mæt og tekið hana þess vegna, eða hún
hefir brotið hana og þorir ekki að viður-
kenna það, en vonar að sökin falli á eitt-
hvert barnanna. Hún hefir ekki verið hér
nema nokkrar vikur og ég mun sjá u,m
að hún verði hér ekki lengur. Á moirgun
eða hinn daginn s,egi ég henni upp vist-
inni. Ég vil ekki hafa óheiðarlega mann-
eskju á heimilinu«.
»Ath,ugaðu þetta vandlega«, sagði faðir
Georgs, en móðirin, sem var í óvenju æstu
skapi, sagði: »Nei, þegar einhverjum hefir
orðið skyssa á, en þorir ekki að viður-
kenna það, þá missi ég algerlega allt
traust á manninum«.
Georg leit ekki upp úr bókinni. Blóðið
steig honum til höfuðs, hann heyrði alls-
konar undarleg hljóð cig bókstafirnir
runnu. saman í eina órjúfaniega heild fyr-
ir augunum á honum.----------»Þegar ein-
hver hefir ekki hugrekki til að viðurkenna
brot sín —«, hljómaði í vitund hans, »----
hefir ekki hugrekki t.i.1 —- —«. María átti
að fara vegna hans. Hún, s.em var svo
glöð yfir að vera komin í þennan góða
stað. Georg fannst hún ekki vera lagieg;
hún var komin á efri ár, var mjög fálát,
hafði stóirar og grófgerðar vinnuhendur
og hafði allt af kaffibolla hjá sér. Georg
var ekkert hændur að henni, en honum
fannst leiðin'legt, ef hún yrði atvinnulaus
vegna hans.
Hann átti í hörðu stríði við sjálfan sig,
og freistingin hafði nálega yfirbugað hann,
þegar hann loksins gat, tekið ákvörðun.
»------- — Þegar einhver hefir ekki hug-
rekki til — —«. 1 einu vetfangi lokaði
hann bókinni, fór upp í herbergið sitc, tók
stóra glerbrotið með hjartarmynclinni i pp
úr koffortinu og læddist niður í eldhúsið.
María var eitthvað að dunda í borðstoí-
unni, en honum stóð á sama hvort hún sá
hann eða ekki. Hann lagði brotið á eldhús-
borðið hjá kaffibollanum o.g prjónunum
hennar Maríu. Nú var ekki hægt að snúa
aftur. Innan skamms myndi María sjá'
brotið, fara með það til húsmóður sinnar
og' þá varð hann auðvitað að meðganga
brot sitt. Hann vissi að það myndi verða
erfitt að segja: >»Ég gerði það«, en nú var
hann neyddur til þess, Það var engrar
undankomu auðið.
En María kom ekki upp um hann. Brot-
ið hvarf af eldhúsborðinu, og dagurinn
leið viðburðalaust, En Georg var viðþols-
laus, af taugaóstyrk, og þegar hann var
háttaður og móðir hans bauð honum »góða
nótt« með kossi, þá stóðst hann ekki leng-
ur mátið. Grátandi létti hann á samvizku