Ljósberinn - 01.08.1940, Page 16

Ljósberinn - 01.08.1940, Page 16
132 LJÖSBERINN sinni og viðurkenndi broit sitt.. Hann lauk játningu sinni með þessum orðum: »Mamma mín! Ég gerði þetta ekki vili- andi., — — Nú ætlar þú ekki að reka Maríu burt«. Móðurhjartað er alltaf auðugt af fynr- gefningu og getur fljótt gleymt og fyrir- gefið. Georg svaf rótt þessa nótt, eftir að móðir hans. hafði áminnt hann, og hann hafði fengið fyrirgefningu hennar. Dag nakkurn, löngu eftir þennan atburð, sagði. Georg við Maríu: »Segðu mér eitt, María. Hvers vegna fórst þú ekki inn til mömmu með skálarbrotið, sem ég lét á eld- húsborðið?« Pegar María gamla haföi hugsað sig dálítið um og horft um stund niður í kaffibollann sinn, sagði hún: »Eg vissi, að móðir þín tortryggði mig, og ég sá þegar þú læddist, með brotið niður í eldhúsið: »Ef hann segir ekki.sjálfur frá því«, hugsaði ég, »þá er ekki víst. að mór verði trúað«. Ég vildi ekki koma leyndar- máli þínu upp«, 1 nálega tuttugu ár hafði María verið þjónustustúlka á æskuheimili Georgs, þeg- ar lungnabólga gerði snöggan endir á æfi hennar. Eigur hennar voru sendar ætt- ingja hennar til fyrirgreiðslu. En þegar kistan hennar var opnuð, fannst. í henni, ásamt nokkrum gömlum bréfum og ýms- um skartgripum, gamalt skálarbrot. Georg, sem þá var orðinn fulltíða mað- ur, tók brotið og' virti það lengi fyrir sér. Systkini hans undruðust, þegar þau sáu tár glitra í augum hans. Við þetta gamla brot voru tengdar sárar minningar frá bernskuárum hans. Minningin um, þegar reka átti af heimilinu hina trúu og dyggu þjónustustúlku, vegna ragmennsku hans. Hvida S. Helgadóttir þýddi úr Indre Missions Börnebl. Reyktu aldrei fyrsta vindlinginn. Drekktu aldrei fyrsta staupid. Hundurinn, sem launaði illt með góðu. Georg var dugiegur og góður drenguv, en hann gat líka verið kátur og fífldjarf- ur. Hann elskaði áhættusama leiki, og það gat stundum bitnað á öðrum — og líka honum sjálfum. Hann átti mjög stór- an hund, sem hann kallaði Demant. Hann hafði kennt honum margar listir. Demant var einnig aðdáunarefni allra leik- félaga hans. Hann var allstaðar þar, sem leikurinn var fjörugastur, og þegar ekk- ert var fyrir hann að gera, settist hann rólegur niður og horfði þclinmóður á diæng'ina. En dag nokkurn, þegar dreng- irnir voru óvenjulega fjörugir, tók Georg' stein, kastaði honum í býflugnabú og skip- aði honunv að sækja hann. Pað var reglu- lega ljótt af honum að gera þetta, og ves-. lings hundurinn, sem ekki vissi hvað hann átti í vændum, hljóþ þangað, en rak sam- stundis upp voðalegt. ýlfur af sársauka og hræðslu, þegar hann kom að býflugnabú- inu, því býfiugurnar réðust að honum og stungu hann. Drengirnir hrópuðu af gleði og hlátra- sköllin glumdu allstaðar umhverfis hund- inn, sem velti sér af sársauka í grasinu, til að losna við býflugurnar. En þegar það dugði ekki, varð hundurinn alveg óðuv af reiði og' sársauka og' réðist á drengina, sem flýðu, fljótt upp í næstu tréin, þar sem þeir héldu sig, þangað til hundurinn stökk með ofsahraða niður að fljótinu, sem ekki var langt þaðan. Hann stakk sér í vatnið og buslaði svo lengi í því, að allar býflugurnar skoluðust af hoinum.. En .hvernig leit svo veslings Demant út eftir þetta? Hausinn var bólginn og hrygg- ur hans s-ýndi ljóslega, að hann leið miklar þjáningar. Georg þurfti alls ekki að hlusta á hin- ar þungu ávítur; sem foreldrar hans veittu honum fyrir tiltækið, því hann iðraðist strax síns ljóta verknaðar, sem hafði ollið

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.