Ljósberinn - 01.08.1940, Page 20

Ljósberinn - 01.08.1940, Page 20
136 LJÓSBERINN SKÁLDSAGA EFTIR HETJAN S. WÖRISHÖFER 21. kap. Á herspítalcmmn-. Þegar Lénharður raknaði við, lá hann í rúmi í stóru herbergi. Hann reyndi að setjast upp, en honum gekk það erfiðlega, hann var bæði máttfarinn og hafði svima. Er hann hafði svipast um, varð honum það ljóst, að hann var annað hvort á sjúkrahúsi eða í herspítala, og að þar voru einnig margir aðrir sjúkir menn og særðir. Allir, sem í rúmunum voru, virtust sofa, sva að það hlaut að vera bjarmi morgun- sólarinnar, bjarta Ijósið, sem flæddi inn um gluggana. Ekkert vissi hann um það, hvernig hann hefði komist hingað, en það var honum l.jóst, að hann hlyti að hafa verið mikið veikur og haft hitasótt, því hann mundi vel eftir bardaganum í garðinum, en eftir það var allt. eins og óljós draumur. Hann mundi óljóst eftir því, að hann hafði legið í vagni, sem hristist ógurlega, og að hann hefði heyrt stunur særðra manna við hlið sér. Nú gat hann líka munað, að bundið hafði verið um sár hans af sáralækni, en svo skildi hann, að það sem hefði borið fyrir hann eftir það, hefðu einungis verið óráðssýnir. Honum virtist að hann hefði verið að flýja gegnum endalaus göng og koldimm, þar sem veggirnir vcru alþaktir af grænum, logandi gárum, og vera eins og hundeltur af glamrandi og gapandi ó- freskju. En þá sá hann hinn góðlega smíðajöfur, Andrés Mölling, á eftir sér, með rjóða andlitið, sem ætíð var eins og endurskinið af eldinum á aflinum hans, og heyrði hann segja: »Þetta eru bara margfætlur og eyrna- pöddur, við erum senn komnir fram úr göngunum«. Og svo sá hann Natanael Forster, en í hvert skipti sem Lénharður ætlaði aö steypa sér yfir hann, þennan svarna óvin, fannst honum hann vera knúður til jarð- ar með þungri hendi, og þóttist sjá svert- ingja, sem beygði sig yfir hann og mælti: »Nú vildi hann enn einu sinni brjótast fram úr rúminu«. En á meðan hann var að berjast við að átta sig á öllu þessu, sá hann sama þræl- inn koma inn í herbergið. Sá hann nú aftur ofsjónir? Nei, nú þekkti Lénharður hann, þetta var gamli, halti þrællinn, s,em hafði fært honum matinn í fangelsinu. Sjúklingurinn starði á hann tortryggnislega, eins og hann byggist við því að fyrirbrigði þetta myndi hverfa á hverju augnabliki, eða breytast í annað gjörólíkt. En þess meir glaðnaði yfir svip gamla svertingjans, unz allt and- lit hans var orðið skælt cg snúið af breiðu brosi. »Jaíja, Massa Forster«, mælti hann, »nú bregst mér ekki, að hitasóttin er liðin hjá. Það var næsta erfitt að handsama yður í bólinu, við urðum að binda yður. En seinasta daginn hafið þér sofið í einum dúr«. »Hvar er ég?« spurði Lénharður og undr- aðist, hve rödd hans var orðin veíkluleg. 1 Etonville, í skólahúsi, sem tekið hefir verið og breytt í hermannaspítala. Allt er fullt af særðum mönnum. Sunnanmenn börðust eins og þeir væru trylltir, þegar þeir hörfuðu, og okkur tókst ekki að um- kringja herdeildina, sem var í bænum. En nú eru hersveitir Grants hershöfðingja

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.