Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 21

Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 21
LJÓSBERINN 137 hér, og þær hafa gefið öllum þrælum frelsi, sem vilja ganga í herinn. Ég var gerður að sjúkraverði, og hér er miklu meira að gera en í svartholinu«. Þetta síðasta sagði hann í málrómi, sem virtist gefa til kynna, að hann saknaði þess að vera nú ekki þræll lengur. Skömmu síðar haltraði hann burt, en kom brátt aftur og var þá í fylgd með hon- um svertingjadrengur, sem bar bakka með rnjólk og brauðsneiðum. Nú fann Lénharo- ur, að hann var banhungraður, og hefði getað borðað miklu fleiri skammta en þenn- an. En negrinn, sem sá löngunarsvipinn á andliti hans, þegar hann mændi á eftir bakkanum, kýmdi. »Já, meira er það nú ekki í þetta sinn, þó að þér eigið inni fyrir átta daga«, mælti hann. Nokkru síðar kom herlæknirinn og' tveir aðstoðarmenn með honum til þess. að at- huga sjúklingana. Yfirlæknirinn var eldri maður og hörkulegri útlits en nokkur lið- þjálfi. En svipur hans blíðkaðist sýnilega. þegar hann hafði þreifað á slagæð sjúkl- ingsins og rannsakað sárið. »Hér er loks, einn, sem er á batavegi. Undir eins og hann getur stigið í fæturna. skal hann yfirgefa þetta pestarbæli. Við höldum svo áfram«, mælti hann, og' sneri sér að öðrum aðstoðarmanninum, korn- ungum manni, »látið Jim hjálpa yður og látið hendur standa fram úr ermum. Við eigum enn eftir að vitja margra«.. Á meðan aðstoðarlæknirinn og Jim hreinsuðu sárið og lögðu á nýjar umbúðii , heyrði Lénharður að yfirlæknirinn spurði hinn aðstoðarlækninn: »Var þaö ekki þessi piltur, sem barðist svo hraustlega í —?« Meira heyrði hinn ungi vinur okkar ekki, en hann sá að yfirlæknirinn skrifaði eitt- hvað í vasabókina sína. Frá þeirri stundu var batinn óðfluga. Bólgan í sárinu var horfin og heilsubótin tók nú til starfa. Lénharður fékk sérstaka aukaaohlynningu, kraftar hans uxu nú dag frá degi og lífsgleði hans, og hugrekki margfaldaðist. Og það var full þörf á því, umhverfið, sem hann var i, var hið hörmu- legasta. Á hverjum morgni, þegar skipt var um umbúðir, heyrðist grátur og gnístr- an tanna, og það var ekki cvanalegt, að sjúklingarnir voru bornir út sem liðio lík. Andrúmsloftið í þéttskipuðum stofunum var þungt og kveljandi, og }ró að flugna- net væru fyrir gluggunum var endalaus suða úr. óteljandi kolsvörtum flugnaher- sveitum í herbergjunum. Viku eftir að Lénharði var tekið að batna, gat hann skjögrað um sjúkrastof- una, með því að Jim styddi hann. Sama dag koimu tveir yfirmenn til þess að hein'- sækja sjúklingana í stofunni. Annar þeirra var h.erdeildarforinginn, Wood offursti, hinn Jerwis höfuðsmaður. »Þér hafið verið í eldinum áður en þér gerðust hermaður«, mælti ofurstinn við Lénharð. »Eruð þér enn staðráðinn í að gerast sjálfboðaliði í hernum, eftir að hafa komist að raun um hvað stríðið getur haft í för með sér?« »Já, af öllu hjarta«, mælti Lénharður. »Ágætt, þegar þér eruð orðinn albata, verðið þér sendur í herforingjaskólann í Baltimore. Ég held, að þér getið orðið dug- andi hermaður, þó þér séuð ungur. Ekki veantar yður hugrekkið«. Jerwis höfuðsmaður gat þess að beltið með peningunum, sem fundist hefði hjá honum, væri geymt á góðum stað. Mvncli það koma að góðum notmn síðar í Balti- more. Það var ekki mörgum dögum síðar, að Lénharður steig fyrst fæti út fyrir dyrn- ar á hermannaspítalanum. Heilnæmt loft- ið hafði hressandi áhrif á hann. Tindrandi. sólskinið var eins og bragandi tíbrá fyrir augum hans,, og hann varð í skyndi að setj- ast á bekk, þar sem annar sjúklingur á batavegi hafði fengið sér sæti.. Þetta var einn af hinum dásamlegu dög- um amerísku haustanna. Sólin sendi mjúk- hlýja geisla, þó að laufið í skrúðg'örðun-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.