Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 22

Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 22
138 L JÓSBERINN um glitraði í litskrauti haustsins, en ljós- ið glampaði á vængjunum á stóru gullsmio- unum, sem léku. sér um blátært lotftið. Lénharður leit í kringum s,ig. Hann kannaðist vel við brautina. Þetta var sama gatan, sem hann hatfði gengið til dýfliss- unnar. Síðan voru tæpar tvær vikur, en Lénharði virtust joað vera margir mánuðir. Voru virkilega ekki liðnar nema þrjár vikur, síðan hann sat í bátnum hjá Lang- dons-fjölskyldunni. Hvar voru þessir vinir hans nú? Skyldu þeir hafa komist heilu og höldnu til Philadelfíu? Skyldi hann hafa hugsað upp hátt? Hann heyrði rödd, sem var eins og bergmál af hans eigin hugsunum, rétt hjá sér, sem spurði: »Hafið þér verið í Philadelfíu? Það er fallegur bær«. Lénharður sneri höfðinu undrandi. Sá, sem talaði, var hermaðurinn, er sat hjá honum á bekknum, ungur Þjóðverji, Frits Becker, að nafni. Hann var í afturbata eins og Lénharður. Þeir voru brátt niður sokknir í hinar ánægjulegustu. samræður, og Lénharður fékk að vita, að foreldrar Beckers bjuggu í Philadelfíu. Hér var tækifæri, sem ekki mátti sleppa, til að reyna, að fá eitthvað að vita um Lang- dons-fólkið, og hermaðurinn. lofaði ad spyrja föður sinn, sem var iðnaðarmanna- meistari, næst þegar hann skrifaði, hvort hann vissi nokkuð um þetta fólk. »En«, bætti hann við, »það er ekki lík- legt. Philadelfía er stór borg. En hefði Langdon verið Þjóðverji, þeir höfðu sam- tök. Ef til vill mætti setja auglýsingu í eitthvert dagblaðið«. Brátt var Lénharður orðinn svoi hress, að hann gat ferðast um bæinn með hin- um unga Þjóðverja. Það var sorgleg sjón að sjá bæinn eftir hörmungar stríðsins. Víða sáust eyðilcg hús og verzlanir, sem sambandsherinn hafði rænt og eyðilagt. Og það var heldur eng- inn hörgull á brunarústum, Af íbúum borgarinnar, sem eins og aðr- ir í Vestur-Virginuíu, voru ákafir fylgis- menn Suðurríkjanna, voru flestir hinna auðugu flúnir, og.þeir, sem sáust. á götun- um, gutu illilega augum til hermannanna, Það gekk erfiðlega að fá nógu marga menn til að hjúkra hinum særðu hermönn- um Norðanmanna. En ungu stúlkurnar, sem eftir höfðu orðið í borginni, sýndu hinn mesta áhuga á að hjúkra hinum særðu mönnum og föngum Suðurríkjanna. Dvölin í hinum óvinveitta og eyðilagða bæ var Lénharði því næsta ógeðfelll, en hann fann, að heilsu hans fór óðum fram, og þess var ekki langt, að bíða, að hið lang- þráða augnablik kæmi, þegar yfirlæknir- inn sagði honum að nú væri hann orðinr, albata. Skömmu seinna kom boðliði í sjúkrahús,- ið. Læknirinn las upp heilan lista af mönr,- um, sem búnir voru að fá fulla heilsu og áttu að sendast til hermannamiðstcovar- innar í Baltimore, og var Lénharði ölium lokið, þegar hann heyrði að upp var lesið:. »Nýliði Lénharður Forster«. Sama dag var hann kominn um borð í flutningapramma, sem vaV til taks að verða dreginn af dráttar-gufuskipi niður fljót- ið. Þegar hann virti fyrir sér dökkt og æðandi yfirborðið á ólgandi fljótinu, þar sem vindurinn feykti hinum visnuðu lauf- um haustsins, flugu hugsanir hans, víða. Honum varð hugsað til Langdons og Filip- usar, hvoirt hann myndi nokkru sinni fá að sjá þá, og hann braut heilann mikið um leyndardóminn einkennilega, sem gröf- in og fjarlægi kirkjugarðurinn myndi geyma í skauti sínu. Hrikaleg fyrirskipun: »Kastið lausu«, sveipaði öllum sorglegum hugsunum úr huga hans, eins og hinn hressandi norð- anvindur sveipaði öllum skýjum brott at' hausthimninum yfir höfði hans. Nýtt tíma- bil í lífi hans var nú byrjað, og' hann hugs- aði einungis um það, sem biði hans, og um það að gera sig þess verðan að taka þátt

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.