Ljósberinn - 01.08.1940, Side 25
LJÓSBERINN
141
raeð því að horfa á húsin umhverfis, var
það ekki mikið betra, því.að öll útskot os'
allar upsir vöru skreyttar löngum grýlu-
kertum, sem glitruðu og geisluðu í öllum
regnbogans litum, þegar sólin skein á þau,
og sólargeislarnir brotnuðu í þeim.
Hreyfingarlausir og þögulir stóðu nýlið-
arnir í löngum röðum með byss.ur við fót,
og drápu titlinga í brimhvítu sólskininu.
Nokkuð lengra í fjarlægð heyrðist þungur
neiður, sem ko,m nær og nær. Þetta voru
húrra- og kveðjuhrópin fyrir fosetanum.
»Byssur á axlir«, heyrðist. kallað.
Nú hlaut hann að vera á næstu grösum.
»Heilsið með bys,sunum«. Nú var hann
kominn.
Nokkrir hinna æðstu foringja gengu
fram með fylkingarbrjósti. Viðhafnarbún-
ingar þeirra glitruðu og glóðu í vetrarsól-
inni, skrautlitaðir fjaðraskúfar blöktu í
nístandi vetrarblænum, en hver kærði sig
svo sem um að eyða tímanum til að skoða
alla þessa dýrð? Allra augu störðu hug-
fangin á hávaxinn mann, sem gekk skref-
lengd á undan yfirforingjunum, — eina
manninn, í margra rasta umhverfi, sem
ekki var í einkennisbúningi, mann með há-
an hatt. í kalsvörtum fötum, sem urðu enn
dekkri af því að snjórinn var svo geislandi
hvítur.
Lénharður hafði beðið þess með hjart-
slætti og eftirvæntingu, að sjá þennan
mann, sem hafði skipað hundruðum þús-
unda manna að grípa til vopna, og sem
átti þann járnvilja, sem hvergi hikaði,
þrátt fyrir öll þau þúsund mannslífa, sem
varð að fórna þessu mannúðarmáli mann-
kynsins, til sigurs, og engu skeytti því log'-
andi hatri, sem ólgaði J hjörtum miljóna
manna til hans, hatri, sem eftir nokkra
mánuði átti að brugga honum banaráð, á
sama augnabliki og hann hafði náð tak-
marki sínu.
En þegar hann sá forsetann, varð hann
fyrir nakkrum vonbrigðum. Var það hann,
þessi krangalegi, renglulegi og lotni, á-
lappalegi náungi með síðu handlegginá og
langa klofið, sem, setti þessi þunglamalegu,
stóru spor í snjóinn? Jú, víst var það hann.
Það fann glöggt þver einasti maður í fylk-
ingarröðinni, þegar hann horfði í þessi
geislandi dökku augu undir loðnum augna-
brúnunum, sem birtu í senn takmarka-
laust viljaþrek, en jafnframt. ótakmarkaða
ástúð og blíðu.
Lénharður fann eldheita bylgju af sam-
úð og eldmóðgri aðdáun streyma um sig.
Hann tók ekki framar eftir svíðandi kuld-
anum af byssuhlaupinu í vinstri hendi sér.
Tók hann með öllum mætti lungna sinna
undir hyllingarópin, sem fylgdu forsetan-
um á göngu hans fram með herfylkingar-
brjóstinu.
Fáninn, s,em blakti yfir herdeildarfylk-
ingunni, sem stóð til hliðar, laut forseta,
og þegar Lincoln gekk fram hjá, kvað við
hyllingaróp, enn sterkara og þróttmeira en
hin fyrri, sem hristi loftið, svo að grýlu-
kertin frá upsunum hrundu glamrandi í
koll áhorfendunum, en söngflokkurinn
hóf þjóðsönginn: Starspangled Banner
(»Stjörnu-fáni« . . .). Þetta var svertingja-
herdeild, sem heilsaði frelsara sínum, er
hafði gert. þá, þrælana, að frjálsum mönn-
um.
23. kap.
N ætur-fr&ist arinn.
Þrír mánuðir voru því nær liðnir. Vor-
vindarnir höfðu rekið veturinn á flótta,
og hvíti liturinn varð að víkja úr sessi
fyrir græna litnum, sem blómin ófu sva
fagurlega með marglitu, ívafi. Flestir runn-
ar báru brum. Það voru einungis trén,
sem stóðu enn með hvíta og bera hand-
leggi, og sögðu sín á milli um tíðarfarið:
»Við sjáum ,h.vað setur«.
Allan liðlangan veturinn hafði stríðið
geysað í Suðurfylkjunum. Her Shennanns
hershöfðingja hafði þotið eins og' ógurlegt
fárviðri um alla Suður- og Norður-Carol-
inu, Hinn stóri hafnarbær Charleston
hafði verið tekinn, og mikill hluti af þess-