Ljósberinn - 01.08.1940, Blaðsíða 26
142
LJÓSBERINN
ari blómlegu borg var nú ekki annað en
kolsvartar brunarústir.
Og nú drógst netið saman um Richmond,
höfuðborg Virginíu. og aðalstöð allra up]/-
reistarinnar. Þegar Richmond var að velli
lögð, var hnífnum lagt í hjartastað þræla-
haldsins.
Lénharður var nú fullnuma hermaður
og hafði tekið þátt í einni af hinum bióð-
ugu orustum gegn herflokkum Lees her-
foringja, þar sem herliðið hafði Oirðið fyrir
miklu afhroði. Herdeildin, sem hann tii-
heyrði, hafði nú framvarðarstöðu í hérað-
inu, skamint frá Richmond, og lenti í all-
mörgum skærum við úthverfi borgarinnar.
Það var kyrrlát, mánabjört nótt, með
hlýju vorboðans við brjóst sér. Lénharour
stóð á verði fyrir utan s.veita-villu, og þar
hafði sjálfsagt einhver burgeisinn frá
Richmond átt sveitabústað á gullaldartíma
friðarins. Nú voru þar, auk tveggja her-
tekinna liðsforingja úr her Suðurríkjanna,
allmargir særðir vistmenn.
Fangar þessir mættu hinni beztu meö-
ferð. Að deginum máttu þeir reika sem
frjálsir væru um garðinn, sem að hætti
Ameríkumanna var ekki annað en trjá-
lundir og runnar, sem ekki voru umgirtir.
Að nóttunni máttu þeir ekki yfirgefa húsið.
Hinn ungi vinur okkar var aleinn og stóð
upp við húsvegginn. Hann sneri baki að
múrnum og horfði í leiðslu dreymandi aug-
um yfir héraðið, sem lá baðað í tungls-
ljósinu fyrir handan trjálundinn. Skraut-
hýsi þetta stóð á hæð, og sá því Lénharð-
ur móta fyrir Jemsfljótinu eins og silfur-
bandi, og lengra fram sá hann votta fyrir
hinum skrautlegu stórhýsum í Richmond.
Á einum stað varpaði tunglið silfurljóma
á stórt hvolfþak, á öðrum stað geislaði
kirkjuturn, eða glampaði á rúður í stór-
hýsi. Lénharður þekkti þetta allt nákvæm-
lega, þó að fjarlægðin væri svona mikil.
Frá skólaárum sínum var hann eins kunn-
ugur þarna eins og í sínum heimahögum.
En það var honum með öllu. ókunnugt,
hvar herra Trever myndi eiga heima í þess-
ari stóru borg, eða undir hvaða mánageisl-
andi þaki vinur hans, Filippus, hvíldi.
Skyldi hann hafa nokkra hugmynd um
að Lénharður væri nói svo nærri honum
og stæði með hlaðna byssu cg glampandi
byssusting sem fjandmaður borgarinnar.
þar sem hann hafði átt svo marga sæla
og glaða daga?
Á meðan hinn ungi hermaður stóð þann-
ig niðursokkinn í hugsanir sínar, virtist
honum hann heyra, lágt hljóð, líkast hvísli
að baki sér inni í húsinu. En það leið hjá
o.g varð nú allt aftur enn hljóðlegra. Eina
hljóðið, sem rauf næturþögnina var krunk-
ið í Whiporwill gamla — ameríska nætur-
hrafninum — sem tónaði við og við ofan
úr trjánum. Lénharður sökkti sér því aft-
ur niður í hugsanir sínar, en hrökk skyndi-
lega við, því að nú var greinilega hvíslað
svo að segja í eyra honum:
»Ungi vínur minn, ég þarf endilega að
tala við yður«.
Þegar Lénharður sneri sér við, sá hann
það, sem hann hafði ekki tekið eftir áð-
ur, að opinn gluggi var að baki honum.
Þessi hlið hússins lá í skugga, en í opn-
um glugganum. gat hann séð mann, sem
lau.t út um gluggann og grillt í glampandi.
hnappa á einkennisbúningi. Það hlaut að
vera einn af herteknu liðsforingjunum,
sem stóð þarna. Þegar hann sá framan í
Lénharð, rak hann upp lágt undrunaróp
og mælti í hálfum. hljóðum:
»Lénharður Forster, mér virtist ég
þekkja yður, ég sá yður líka í dag þarna
úti«.
»Það er fyrirboðið að tala við fangana«,
svaraði Lénharður, þegar hann hafði náð
sér eftir fyrstu undrunina.
»Sei, sei, það sér eða heyrir enginn lif-
andi maður til okkar. Eg þarf að segja
yður frá mjög mikilsverðu málefni«.
Lénharður leit haukhvössum augum um-
hverfis sig. Hvarvetna ríkti kyrrð og þögn
næturinnar. Forvitni hans sigraði hina
hermálalegu skyldurækni, hann stóð því
hreyfingarlaus og studdist fram á vapn sitt.