Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 27

Ljósberinn - 01.08.1940, Qupperneq 27
LJÖSBERINN 143 »Það er merkileg tilviljun að einmitt þér skulið standa' á verði hér úti fyrir. Við erum gamlir kunningjar. Minnist þér ekki að hafa heyrt rödd mína áður«. Lénharður hrissti höfuðið án þessi að svara. Röddir; var allt of lág til þess að hann gæti þekkt ’nana aftur. »Við höfum þó næsta cft verið sarnan á Eikarlundi«, sagði fanginn ennfremur, »ég þekki allar yðar ástæður, og get haft mikil áhrif á framtíð yðar«. »Hver eruð þér þá?« spurði Lénharður loksins, »Ég er Mason skjalaritari«, var svarið. Hjartað tók að berjast í brjósti Lén- harðar. »Herra Mason«, hrópaði hann. »Ekki s.vona hátt«, svaraði skjalaritar- inn, »það er vörður hins vegar við húsið. Komið heldur nær glugganum«. Glugginn var svo. neðarlega á húsinu, að þegar Lénharður færði sig að honum, gat skjalaritarinn lagt munn sinn að eyra honum. »Segið mér hvernig á því stendur, að þér eruð hér, en ekki óðalseigandi á Eikarlndi. Var erfðaskráin endursamin?« »Hún var hvergi finnanleg«, svaraði Lén- harður í hálfum hljóðum, »voruð það þér, sem sömduð erfðaskrána?« »Já, það var einmitt ég. Vitið þér ekki að þér eig'ið Eikarlund, og eruð einkaerf- ingi Herra Tyrfings?« Lénharður yppti öxlum og mælti; »Það átti nú ekki þannig að vera. Húsið var rannsakað hátt. og lágt, en þar var engin erfðaskrá finnanleg«. »Og' svoi hefir Mannfreð Trevor vitan- loga sölsað allt. undir sig’til hagsmuna fyr- ir ómyndugan son sinn?« Það varð þögn. Skjalavörðurinn var horf- inn frá glugganum. Lénharður leit um- hverfis. sig til þess að gæta að, hvort nokk- ur kæmi, en það var eng'in minnsta hreyf- ing í þessum litla trjálundi. Það heyrðist ekkert annað hljóð en fjarlægt varðmanns- hróp og hið hlakkandi krunk hrafnsins. Þó virtist. honum hann heyra, eins og' áður, lágt hljóð innan úr húsinu, líkast hljóð- skrafi. Skjalaritarinn var sennilega að tala við meðfanga sinn.. En aftur hrökk Lénharður saman, er hann heyrði á ný rödd skjalaritarans, rétt hjá sér. »Herra Forster«, mælti hann. »Yður hef- ir verið kastað út í veröldina, til þess að mæta vosbúð og harðrétti, get. ég hugsaó mér, fyrst- þér eruð hér kominn sem um- komulaus hermaður. Eða er það ekki svo?« Lénharður sagði ho.num nú í stórum dráttum frá því helzta, ,sem, á dagana hafði drifið, og skjalaritarinn fylgdi frá,- sögninni, ýmist með unlrun, meðaumkvun eða gremju. Og þegar Lénharður þagnaði mælti herra Mason; »Þér hafið verið smánarlega útleikinn, en þetta getur allt lagast enn«. »Vitið þér hvar erfðaskráin er geymd?« hvíslaði Lénharður, um leið og hann tók andann á lofti. Mason hristi höfuðið. »Nei, það veit ég ekki«, mælti hann, »en ég hefi afrit af henni, og ég get, sem skjalaritari, lagt eið út á það, að þetta afrit er algerlega sam- hljóða frumritinu«. Lénharður greip fastar um byssuna sem hann studdist við o,g fann að hendur hans skulfu. »Afrit«, endurtók hann. »Ó, herra Mas- on, þá gétið þér hjálpað mér til þess að ná rétti mínum«. »Já, með einu skilyrði«. »Þér setjið skily,rði«. »Já, aðeins eitt einasta skilyrði, en það er líka óhagganlegt. Ég skal gera yður — sem, nú eruð umkomulaus hermaöur — að óðalseiganda að Eikarlundi, ef þér viljið færa yður frá glugganum og líta í aðra átt, örfáar mínút,ur«. Lénharður stóð sem steini lostinn. Allur þessi dásamlegi loftkastali var hruiinn í rústir. Að bregðast skyldu sinni sem her- maður, það vildi hann ekki, hvað sem í

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.