Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 28

Ljósberinn - 01.08.1940, Síða 28
144 LJÓSBERINN boði var, en hann gat ekki ko.mið upp nokkru orði. Skjalritarinn gaf honum tíma til um- hugsunar, og í nokkrar mínútur var það næturhrafninn uppi í trénu aleinn, sem hafði orðið, þangað til annar fugl sömu tegundar svaraði langt í burtu, En s,vo varð aftur dauðakyrrð. Loks heyrðist hvíslað úr opna gluggan- um: • »Nú, herra Forster, er þetta útkljáð mál?« »Það er ómögulegt«, svaraði Lénharður. »Ifvað er ómögulegt?« svaraði Mason í gremjuróm. »Það er ómögulegt fyrir mig að horfa til annarar hliðar, á meðan þér o.g með- fangi yðar flýið til hinnar«. »Hugsið yður ofurlítið betur um, ungi vinur minn«, sagði Mason með ísmeygi- legri röddu. »Þér eigið alls ekkert á hættu. Þér eigið að gæta allrar framhliðar húss- ins, og þér getið ekki verið nema á einum stað í einu. Okkur ætti að vera auðvelt að flýja, þegar þér snúið við okkur bakinu, og þér þurfið ekki að óttast herdeildarfor- ingja yðar. Hann er mágur minn og hefir síður en svo á móti því að ég' laumist á brott, þess vegna er svo lítill og fámenn- ur vörður hér. Þér haldið á yðar eigin ör- lögum í höndum yðar. Viljið þér verða óð- alseigandi að hinum fagra Eikarlundi? Án minnar aðstoðar verðið þér það aldrei, og ef þér nú ekki gerið.mér þennan litla greiða, verð ég svarinn óvinur yðar alla mína æfi, og Eikarlundur verður aldrei yðar eign«. Þeg'ar rödd freistarans þagnaði, stóo Lénharður nokkra hríð hreyfingarlaus, þjáður af hinum æstustu hugsunum. Hann efaðist ekki eitt augnablik um að skjalaþýðarinn myndi standa við orð sín. Þetta var s.vo augljóst mál. Hann þurfti ekki annað en að færa. sig nokkur skref að hinum endanum á húsinu. Hann hafði engin fyrirmæli um að standa nákvæm- lega á þessum stað. Þetta var allt svo^ und- ur auðvelt, En svo var hann orðinn meinsærismað- ur gagnvart fánanum, sem hann hafði vígt þjónustu sina og hernum, sem hafði gert hann að frjálsum manni úr þræli. Hann leit angurblíðum augurr/ til vesturs — þar lá Eikarlundur. Skyldi hann aldrei fram- ar eiga það fyrir höndum að dvelja þar? Án þess að gera sér grein fyrir þvi, lagði hann byssuna í hvíldarstöðu á öxl sér og færði sig nokkur skref. Hann var of æst- ur til þess, að geta staðið rólegur. Þá heyrði hann afurlítið þrusk að baki sér og grillti í mann, sem sat í opnum glugganum. Þetta var skjalritarjnn, hann var undir eins kom- inn með annan fótinn út fyrir gluggakist- una og var á leiðinni að stökkva niður í garðinn, á bak við hann stóð vafalaust hinn liðsforinginn, reiðubúinn til að fylgja honum. Á sama augnabliki heyrðist snöggt ag' hvellt handtak á byssuna. Þarna stóð Lén- harður með tilbúna byssuna, tunglið skein á glitrandi byssustinginn, sem miðað var að glugganum«. »Snúið við, eða ég' læt skotið fara«, hróp- aði hann. Það heyrðist hálfkæft blótsyrði, skjala- ritarinn hvarf, og hinn breiði gluggi var skjótlega dreginn niður og skall í karm- inum. Von Lénharðar um að eignast Eikarlund hvarf með öllu, en æru hans var bjargað. Það heyrðist hratt fótatak, hermaður kom fyrir hornið og hrópaði: »Hvað er á fer^um, Forster?« »Ó, það var einungis skuggi, sem hvarf«, svaraði Lénharður. »Skug'gi af kett,i«, sagði hermaðurinr. hlæjandi. »Þér eruð ekki í þeim flokki, sem hræðist. skugga, en það verða allir hlutir svo undarlegir í tunglsbirtunni. Eina nótt skaut ég á runna, sem bærðist fyrir vindinum, og fékk miskunnarlausa ofan- ígjöf fyrir tiltækið. Það er vafalaust tunglsbirtunni að kenna að þér virðist vera

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.