Ljósberinn - 01.08.1940, Side 34
150
L JÓSBERINN
Varnir gegn kartöflumyglu.
Akveðið er að bærinn láti clreiía varnarmeð-
ali á alla leigugarða bæjarins, til varnar
kartöflumyglunni, og verður það framkvæmt
eftir því sem veður leyfir (aðeins í þurviðri
og kyrru).
Garðyrkjuráðunautur bæjarins.
Prentsiðja Jons Helpsonar blöðum og allskonar eyðublöðum
Samkvæmt útnefningu
iorsætisraðherra Hermanns Jónassonar f. h. ríkisstjórnarinnar
dags. 14. juní 1940 og tilnefningu yfirmanns brezku herdeild-
anna á íslandi, hafa undirritaðir, Major W. G. Mason, captain
P. Buckland, Kristján Bergsson fyrv. forseti Fiskifélags Is-
iands, prófessor Isleifur Árnason og hrm. Lárus Fjeidsted,
verið skipaðir í matsnefnd til þess að meta allar greiðslur,
er ágreiningi valda út af leigu á húsum, lóðum, skipum,
bátum o. fl. og kröfur fyrir hverskonar tjón og spjöll og
kostnað ut af notkun brezku herdeildanna á íslenzkuin eign-
um 1 sambandi við hernámið.
Matsnefndin skorar því á alla hérlenda menn, er hlut eiga
að máli, að leggja kröfur sínar fyrir nefndina til úrskurðar.
Kröfurnar sendist til formanns nefndarinnar, Lárusar Fjeld-
sted hrm., Hafnarstræti 19 í Reykjavík, ásamt greinargerð, að
svo miklu leyti, sem haun ekki þegar áður kefir meðtekið þær.