Ljósberinn


Ljósberinn - 18.02.1933, Side 7

Ljósberinn - 18.02.1933, Side 7
LJÖSBERINN 31 SÖGURNAR HENNAR MÖMMU Kórónan undursamlega. Þ.rem dögum síðar var veizla mikil í höll kóngsins, því riddari nokkur hafði látið það berast, að hann, ásamt tveim- ur félögum sínum, hefði drepið drek- ann mikla og væri þeirra nú von til hallar kóngs með .hina undursamlegu kórónu, en hann krafðist að launum, að fá kóngsdóttur, Dauðakyrð var í höll kóngsins, er Hddarinn, ásamt hinum tveim vinum, gekk inn hallargólfið og fyrir kóng, þar sem hann sat í hásæti sínu og dóttir hans við hlið honum. En er þeir höfðu staðnæmst Erammi fyrir hásætinu, stóð kóngsdóttirin upp og' mælti: »Me:nn þessir eru svikarar, þeir hafa ekki drepið drekann.« Riddararnir sýndu þá kórónuna, sem merki þess, að þeir segðu satt. »Kórónunni hafið þið á einhvern hátt stolið frá hinum vaska sveini, er drap drekann. Betur að hann væri kominn, SVO að ég gæti vottað honum. þakklæti mitt.« En svikararnir sóru og sárt við lögðu, að þeir hefðu drepið drekann, og kóngs- dóttirin hlyti að vera biluð á geðsmun- unum. Og kóngur vissi ekki hvað gera skyldi, því hann hafði lofað, að sá skyldi fá dóttur hans, sem dræpi drekann, svo þetta var vandamál mikið, Þá var hurðinni hrundið upp og inn kom ungur maður, tötrum klæddur og mjög torkennilegur. En kóngsdóttirin hekti hann strax. »Hér er sá kominn, er drap drekann!« hrópaði hún og gekk til móts við komu- mann og leiddi hann að hásæti konungs. »Eg er sá, er drap drekann,« mælti þá kóngsson, því þetta var hann, sem þarna var kominn. »Menn þessir réðust á mig og rændu mig kórónunni og skildu mig éftir nær dauða en lífi. Nú munu þeir skýra frá, hvernig þeir réðu drek- anum bana, og ég mun skýra frá, hvernig ég drap hann. Svo sendir kóng- ur menn til að rannsaka, hvorir hafi á réttu að standa,« »Ég d,rap hann með sverðinu mínu,« hrópaði riddarinn. »Ég fleygði flösku í gin hans, svo hann kafnaði,« mælti kóngsson. »Ég sá hann gera það,« mælti kóngs- dóttir; »ég var fátæka stúlkan, sem hann frelsaði. Nú tilheyra honum laun- in: kórónan undursamlega, og alt það sem henni fylgir.« öll hirðin hrópaði nú húrra, svo höll- in lék á reiðiskjálfi, en ræningjarnir létu fætur forða sér út, og sáust aldrei framar. En þegar sár kongssonar voru gróin, var slegið upp dýrlegri veizlu og gekk hann þá að eiga kongsdóttur, og var þar g'leði og jlaumur. Unnust þau ætíð hugástum og voru elskuð og virt af þegnum sínum. ----------------- Ilnim þekti liann. Kennaii: »Athugaðu nú vel þetta litla deil- ingardæmi, Dabbi minn. Itf hún systir þiu fær 8 kökur, sem htin á að skifta jafnt milli ykkar tveggja, hvað fær þú þá margar?« Dnlilii: »Ég fæ enga.« Kennarinn: »Hvað ertu að segja, drengur? Ég hélt þú fengir fjðrar.« Dnliiii: »Nei. En það er auðheyrt, að þér þekkið ekki hana systur mína.«

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.