Ljósberinn


Ljósberinn - 15.04.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 15.04.1933, Blaðsíða 4
92 LJÖSBERINN Augnaráðið, sem fylgdi þessu ávarpi frúarinnar, skaut Rúnu litlu að vísu mikinn skelk í bringu. Samt sem áður leithún all-djarfniannlega frarnan í frænku sína og spurði ofur sakleysislega: »Er það nokkuð ljótt, að vera í stráka- fötum, frænka?« Frú Steinvör lézt ekki heyra jafn barnalega spurningu. »Klæddu þig und- ir eins úr þessum druslum!« sagði lnin byrst. »Og þú þarna, hvað þú heitir, farðu strax úr fötunum hennar!« Reyndar var Pési kominn úr fötunum og sat nú á nærklæðum sínum á eld- húsgólfinu. »Hvaða skömm er að sjá til þín, strák- ur?« sagði frú Steinvör þá. »Ætlarðu ekki að komast í einhver föt?« »Hún Rúna er í fötunum mínum«, svaraði Pési í hálfum hljóðum, og mændi vandræðalega á gráu prjónabuxurnar, sem hann var í, og náðu honum hvergi nærri ofan á kné. Frúin þreif fötin, jafnskjótt og Pési var kominn úr þeim, og fór með þau alla leið út á hlað, til þess að dusta þau og viðra, áður en hún áræddi að láta Rúnu fara í þau aftur, Á meðan streittist Rúna við að kom- ast úr gúmmístígvélunum. »Góði Pési, hjálpaðu mér«, sagði hún. »Pað er svo vönt að komast úr ólukku stígvélunum*. Pési var fús til þess. Rúna settist á gólfið, og Pési togaði í stígvélin, alt hvað af tók, og dró Rúnu eftir endilöngu gólfinu. Yakti það kæti barnanna af nýju, og lilógu bæði dátt. Frú Steinvör heyrði, að þau voru far- in að hlæja. Hún átti bágt með að skilja hvað það væri, sem gæti gert þeim glatt í geði á þessari stundu, og hún áleit það skyldu sína, að koma í veg fyrir frekari gleðskap að þessu sinni. Hún ílýtti sér því inn aftur, og hafði á reið- um höndum nokkur vel valin orð til þess að ávarpa börnin ineð. En þegar hún sá Pésa á nærbuxunum halda í fót- inn á Rúnu og draga liana skellihlæj- andi eftir eldhúsgólfinu, féll frúnni allur ketill í eld. Hún fórnaði upp báðum höndum í ofboði. »Eruð þið gengin af vitinu, krakkar?« hrópaði hún, og þreif til Pésa en hami sneri sig úr greipum hennar og hljóp út uieð stígvélið í hendinni. Rúna reis á fætur. Nú var hún hætt að hlæja, en alvarlegur áhyggjusvipur kominn á andlit hennar. Hún sá það á svip frænku sinnar, að ráðlegast .mundi að hafa sein fæst orð. »Jæja, Rúna litla«, ságði frænka henn- ar, og röddin var æði kaldranalag. »Pú hegðar þér fremur vel, þykir mér, þar sem þú ert gestkomandi! — En ferðum þínum á þetta heimili skal fækka hér eftir. Heyrirðu það?« Rúna þagði. En í huga hennar birtust ægilegar myndir af lítilli, innilokaðri stúlku, þegar önnur börn máttu leika sér úti i góða veðrinu. Pað var svo ótta- legt að hugsa til þess, og Rúna litla ætlaði að biðja frænku sína svo vel sem hún gat um að leyfa sér að vera ofur- lítið lengur á Hóli, úr því hún átti aldrei að fá að koma þangað aftur. »Frænka!« hvíslaði hún í hálfum hljóð- um, og reyndi til að láta ekki bera á gráthljóðinu. »Frænka mín, iná eg ekki vera ofurlítið lengur hérna. Hún Lotta ætlar að sauma kjól á brúöuna mína«. En frænka hennar aftók það með öllu. »Pú flýtir þér í fötin«, sagði hún köld og ákveðin, »og kemur svo undir eins heim með mér«. Frh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.