Ljósberinn


Ljósberinn - 15.04.1933, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 15.04.1933, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 95 Samvizka. Samvizka! — Hvað er nú það? — Sumir geta ekki sofið fyrir lienni á nóttinni, helzt ef þeir hafa gei't eða ætla að gera eitthvað ljótt. Peir eru margir, sem ekki vita hvað »samvizk- an« er, en margir vita líka, að hún er »rödd Guðs« — nokkurskonar andlegt móttökutæki í sálinni, er tekur á móti boðum Guðs og ávitunum. Það er til þrennskonar afstaða, er menn taka til þessarar »raddar Guðs«; í raun og veru eru þær ennþá fleiri, en það er hægt að skifta þeim öllum í þrjá aðalflokka. Og nú skulum við at- huga þá: 1. flokkur: Góð samvizka. I honum eru þeir menn, sem taka tillit til raddar Guðs, láta hana stjórna sér, og eru ákveðnir í að gera aldrei annað en það, sem gott er og Guði þókn- anlegt. Þess vegna hafa þeir altáf góða samvizku. 2. flokkur: Slæm samvizka. I honum eru menn, sem eiga bágt; það eru þeir, sem á einhvern hátt hafa brotið í bága við það, sem Guð hefir Sagt þeim að gera og hafa látið teym- ast á villigötur, annaðhvort af slæm- um félögum eða orðið undir í viður- eigninni við Freistarann. Þeir hafa ver- ib gjarnari á að hlusta á rödd Satans en á rödd Guðs. Þessir menn geta ekki s°fið á nóttunni, fyrir því, sem kallað er »samvizkubií«. Það lætur þá engan fHð fá, af því að þeir hafa óhlýðnast ^uði. En það skrítnasta er, að þessi redd er sterkust hjá þeim, sem hvorki vhja heyra né hugsa um Guð og sem aidrei mundu vilja játa það, að röddin Væri frá Guði. 3. flokkur: Engin samvizka. 1 þessum flokki eru þeir, sem hættir eru að heyra rpdd Guðs. Þeim stendur á sama um alt, þeir hafa deytt allar sínar beztu tilfinningar; guðsást æsk- unnar er horfin, en í stað hennar er kominn hrokafullur sjálfsþótti og stór- orðar yfirlýsingar, um að Guð sé ekki til og að menn geti ekki trúað á annað en »má(tt sinn og megin«. — I raun og veru eru þessir menn ekki samvizku- lausir, heldur sefur sámvizkan, þeir hafa lokað hinu dámsamlega »móttöku- tæki« fyrir boðskapi Guðs og áminning- um. Þessum mönnum er hætt við for- herðingu — glötun. En ef til vill vakn- ar samvizkan einhverntíma, — og Guð miskuni þeim þá. — Það er ógurlegast af öllu að vera í þessum flokki. Vinur minn! 1 hverjum flokkinum ert þú? — Eg veit, að þú vilt vera og átt að vera í þeim fyrsta. — Athugaðu þetta vel! A. G. --------------- Brestirnir miklu á ráði þeirra. I bókasafni einu í Chicago geymist skjal, sem 500 manns hafa ritað; segja þeir þar frá stærstu brestunum á ráði sínu á liðinni æfi sinni. Það, sem fer hér 4 eftir, er ofurlít- ið ágrip af þeim játningum: • Að ég hefi lesið ónýtar bækur. Að ég var ekki stöðugur við neitt. Að ég sveik fé út úr sumum. Að ég yfirgaf söfnuðinn minn. Að ég lét spilafýsnina ráða. Að ég var latur á skólaárum mínum. Að ég hélt, að ég væri vinnuveitanda mínurn ómissandi. Að ég hlustaði aldrei á ráð eldri manna. Að ég veitti Kristi ekki viðtöku, held- ur bakaði mér margar sorgir, með því að þjóna hinum vonda.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.