Ljósberinn


Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 4
124 LJÖSBERINN angurvær. Hún réði eigi við hugsanir sem að henni sóttu,^ með seiðandi þrá, •sem kvöldkyrðin kveikti í huga hennar. Geislarnir glitruðu enn á hverjum hlut í herberginu, allra helst þó um- hverfis rúmið hennar Rúnu litlu. Soffívi þótti það mjög eðlilegt, að geislarnir leituðu hennar. Rúna var sannarlegur ljósgeisli sjálf, eini ljósgeislinn á heim- ilinu! Soffía brosti við, þegar hún fór að hugsa um Rúnu litlu. — Blessað barn- ið, sem vildi gleðja aila og vera Öllum góð. En hún átti oft svo bágt. Glaða og blíða lundin hennar átti ekki sam- leið með kulda og harðneskju. En við það varð hún oft að una. Elsku Rúna litla! Soffía nefr.di n'afnið hennar í hálf- um hljóðum með gæluróm, og leit í átt- ina að rúminu hennar um leið. Sem bet- ur fór, var hún sofnuð, og hafði gleymt vonbrigðum sínum um stundarsakir. Frænka hennar var alt of hörð við hana, hugsaði Soffía með sér. Pað náði engri átt að banna barninu alla skap- aða hluti. Soffía fyltist gremju þegar hún hugsaði til þess, hve mikilli ósann- girni litla stúlkan var oft og einatt beitt, og það seinast í dag, eftir því sem henni hafði skilist á Rúnu litlu. Og það var svo sem ekki nema rétt eftir frúnni að halda telpunni í rúminu allan morgun- daginn í hegningarskyni! Soffía fór að bera Rúnu litlu sam- an við önnur þörn sem hún þekti. Mörg þeirra vanhagaði um ýmislegt vegna efnaskorts foreldranna, ekkert þeirra átti svipað því eins falleg föt og leik- föng eins og hún Rúna, og þau fengú ekki nærri þvi eins góðan mat að borða eins og hún, en þau gátu daglega flúið í faðminn hennar móður sinnar, grát- ið við brjóst hennar, ef eitthvað bját- aði á, og borið til hennar gleðina sína, þegar alt lék í lyndi. En það gat hún Rúna litla ekki. Þessvegna var hún í raun og veru fátækt barn, þrátt fyrir alt. Fallegu kjólarnir og dýru /leikföngin, bættu henni ekki móðurleysið. Faðir hennar var henni að vísu góður, hann var góð- ur og vingjarnlegur við alla, sýslumað- urinn, en bann skifti sér eiginlega fremur lítið af henni, að því er Soffíu virtist. Hann var líka oft að heiman um. skemri og lengri tíma, og þá var það frænkan, sem hafði ein öll ráð á barn- inu; boðum hennar og banni varð hún að hlýða, hvort henni líkaði betur eða ver. Soffía var til þess að gera nýkomin í vistina á sýslumannssetrinu. Hún hafði gengist fyrir háu kaupi og tiltölulega léttu starfi, en hefði hún fyrir fram vitað hve þvingandi vistin var, undir yfirráðum frú Steinvarar, er ólíklegt að Soffía hefði ráðið sig til ársvistar á heimilinu. En nú hafði Rúna litla náð þeim tökum á henni, sem gerðu það að verkum, að þrátt fyrir alt, sem henni þótti að, þá gat hún ekki til annars hugsað en að verða kyr framvegis, svo lengi sem hún fengi að vera á heim- iiinu. Henni var farið að þykja svo vænt um Htl.u stúlkuna, að hún treysti sér ekki til að skilja við hana. Sárast þótti henni hvað hún gat lítið gert fyr- ir hana. Ekki gat hún varið hana fyrir ofríki frænkunnar, og ekki heldur veitt henni alla þá ástúð og nærgætni, sem hún hlaut að fara á mis við á móðurlausu heimili. Sem betur' fer veit .hún það ekki sjálf, hvað mikið hana vantar, hugsaði Soffía með sér, lagði saman sauma sína og stóð upp úr sætinu. Nú var Rúna litla áreiðanlega sofnuð, svo að nú var henni óhætt að fara, til þess að framreiða kvöldverðinn. Sýslumaður- inn hlaut að koma á hverri stundu, og þá varð maturinn að vera tilbúinn. Hún laumaðist að rúminu, laut ofan að því og lyfti sænginni varlega frá andlitinu a'

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.