Ljósberinn


Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 125 Rúnu, sem hún bjóst við að svæfi hið værasta og vissi hvorki í þennan heim né annan; en þess í stað mættu henni galopin tárvot augu, sem horfðu framan í Soffíu full af þögulum harm'i. Soffíu hnykti við. Hún kraup ósjálf- rátt á kné fyrir framan rúmið, laut ofan áð barninu og- hvíslaði klökk: »Ertu þá ekki sofnuð, elskan mín?« Rúna litla vafði þá báðum haridÍeggj-- unum utan um hálsinn á Soffíu, byrgði andlitið við brjóst hennar og hvíslaði snöktandi: »Soffía mín, af hverju á ég ekki mömmu?« Við erum að g-á að Jesú. Ságan hefst í gárði éinum áð húsa- baki í Kaupmannahöfn. Sá garður vár lítill og ekki sem þriflegastur. Þar sátu þrjú bÖrn á bekk í sumarsólskininu og; grúfðu sig öll niður yfir myndabók. Sú hét Gerða, er hafði bókina í skauti sér; hún var stærst þeirra þriggja og sat í miðið. Afmælið hennar hafði verið haldið daginn áður, og nú var hún að sýna alla nýju gripina, sem henni höfðu verið gefnir. Ljósu lokkarnir hennar voru altaf að falla niður á bókina; kast- aði hún þá höfðinu til„ svo að þeir féllu aftur á herðarnar. Tveir svarteygðir drengir sátu sinn til hvorrar handar. Það voru þeir Móses og Davíð, litlu Gyðingarnir ofan af kvistinum. Þeir voru að gægjast í bókina hennar. Þeir voru komnir þangað austan frá Pól- landi fyrir nokkrum mánuðum. Og' krökkunum þar í grendinni var ekki meira en svo um þá, af því a,ð þeir voru af gyðinglegu bergi brotnir; en Gerða tók þá undir sína verndarvængi. Þessa stundina voru þau þrjú ein sér í garðinum og leið ágætlega, Drengirnir litu stórum augum á öll póstspjöldin og jólakortin, alla dýrðina, sem á þeim var. »Hvað er nú þet,ta?« spyr Davíð og bénti á eitt kortið og var ekki alveg hreinn úhi fingurná, »ö, það er jólatré,« svaraði Gerða alveg forviða — »sérðu það ekki?« »Nei, eru nokkur svona tré í aldin- gárði kongsins?« Hann þekti nú ekki annan stað í náttúrunni. Gerða hló. »Það vex alls ekki hérna. Það hefir verið felt úti í skógi. En nú stendur það inni í stofu, alsett Ijósum og góðgæti.« »Hvérs vegna?« »Af því að á þésSú korti eru jól.« »Jól, .hvað er þaðtV »Það er fæðingardagur Jésú.« Þá litu báðir drengirnir upp óttá-- slegnir. Gerða nefndi nú nafn, sem — »Hvers?« spurðí Móses með hægð. »Hérna séf þú hann!« Og Gerða. benti þeim á annað horníð á kortinu; þar sást mynd af konu með ógnlitíð-barn í fáng- inu. Drengirnir grúfðu sig nú báðik enn dýpra niður að kortinu og horfðvt lengi á myndina,- undur hljóðir. 1 byrjun októbermánaðar flutti Gerða burtu. Það þótti þeim bræðrum sárt, því að hún hafði verið svo fjárska góð við þá. En nú voru þeir orðnir þauí kunnir drengjunum þar L grendinní ög gátu spjarað sig fyrir þeim. Daginn áður en þau skyldu'skilja, þá sátu þeir bræður um Gerðu, þegar hún kom heim úr skólanum. Þá sögðu þeir: »Gerða, sýndu okkur nú enn einu sinni myndabókina þína.« »Já, já,« sagði Gerða og hljóp inn eftir bókinni. Þá heyrðist skark í gólf- kústum og húsgögnum, sem var veriö að færa til þar inm. »Gerðu svo vel,« sagði einhver og rétti Gerðu myndabókina, Þið getið komið

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.