Ljósberinn


Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 13.05.1933, Blaðsíða 6
126 LJÖSBERINN hingað inn; hér er mesta umrót, en þú. mátt g'jarna koma með þá hingáð upp.« »Nei, ég þakka,« sagði Móses. Og svo settust þeir bræðurnir á þrepið og fóru að blaða í bókinni, þangað til þeir komu að sérstöku korti. Þá grúfðu þeir sig niður. yfir það langan tíma. Loks rétti Móses sig upp og stundi þungan, lét bókina aftur og rétti Gerðu hana. »Þætti ykkur vænt um að fá að hafa jólakortið?« spurði hún. Peir bræður litu efablandnir hvor á annan. Og loks hristi Móses höfuðið og kvað' nei við. »Nei, segið þið. Hvers vegna viljið þið ekki þiggja það?« Móses þagði og roðnaði vitund í kinn- um. »Hvar ætti ég að gfeyma það?« sagði hann í hljóði. Svo liðu tímar fram. Það var á aðfangadag jóla í rökkr- inu.. I garðinum var dálítið af hálf- þiðnuðum snjó, en engin börn voru þar að leikum; þau voru öll heima hjá sér. Inn í húsið var borið hvert grenitréð af öðru, öll smá, en sumt var ekki nema greinar. Það tré var stærst, sem átti að fara upp til Jóhansens járnsmiðs á öðru lofti. Litlu Gyðingarnir pólsku stóðu í garðinum, þegar þau voru bor- in fram hjá; þeir litu á þau stórum augum og tóku grandgæfilega eftir, hvert með þau væri farið. Það var far- ið upp þrepin með stóra tréð, það heyrðu þeir á hljóðinu, og borið inn í herbergi, sem lá út að garðinum og glugginn á því stóð einmitt opinn. En er tréð kom, var honum skelt aftur og small hátt í. En nú var dagur að kveldi kominn. Uppi á kvistinum var auðvitað ekk- ert jólatré. Þeir Móses og Davíð lágu úti í glugganum og gægðust út og sáu, að gluggatjöldin voru dregin niður hér og þar og ljós tendruð á bak við þau. Og söngur fór að óma frá stöku hús- um. En heima hjá þeim var alt ánnað en glatt þetta kvöld. Faðir þeirra var í óvenjulega slæmu skapi, kona hans var að sýsla við Nalíman litla, sem aldrei linti á gráti og Sára sofnuð, aldrei þessu vön; hún hafði haft magaverk nokkra daga og legið í rúminu. Þeir bræður litu alt í einu hvor á annan. Þeir skyldu venjulega hvor annan, þótt þeir segðu ekkert. »H\e)‘t ætlið þið að fara?« drundi í föður þeirra, er þeir gengu fram til dyra. »tJt í garðinn,« svöruðu þeir. »Hm! Farið þið þá!« Og eftir litla stund voru þeir allir komnir út í krapasullið í garðinum. »Ég skal hjálpa þér upp á lnisþakið; þar hefi ég setið svo oft uppi,<< sagði Móses, Davíð til hughreystingar, .yngra bróður sínum. Og svo klifu þeir hljóð- lega upp á lokaðan- sorpkassa og svo þaðan hærra upp; þangað til báðir voru komnir upp á litla húsþakið, þétt við borðstofugluggann hjá Jóhansen. Búió var að hleypa niður gluggatjaldinu; en annarsvegar við hana var allbreið rifa. En sú dýrð þar inni! Alveg eins og á jólakortinu hennar Gerðar: Hátt jólatré, og mergð glitrandi ljósa á greinunum eins og hundrað hvíldardagsljós hjá Gyðingum rauð- épli og marglitar pappírsræmur, sem ljómuðu af hinum fegurstu litum. Hér var um heilt æfintýr að ræða. Þegar þeir voru búnir að standa þarna góða stund og horfa á þessa dýrð hugfangnir, þá hvíslaði Davíð að bróð- ur sínum: »En hvar er Jesús?« Hann hugsaði til jólakortsins. »Hann er ef til vill út í horninú hægra megin, þar sem við getum ekki séð,« hvíslaði Móses aftur að horium. Davíð tylti sér á tær og vindur sér öllum við og höfðinu með og setur nef-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.