Ljósberinn


Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 20.05.1933, Blaðsíða 4
132 L JÖSBERINN mat og’ hverskonar góðgæti. — Petta var svar Guðs við bæn barnanna. — Skömmu síðar kom hinn tígulegi mað- ur, sem átti tal við þau í skóginum. Og Wolfgang lék fyrir hann, svo að hann furðaði stórlega. Aldrei hafði mað- urinn heyrt smádreng fyr leika svona vel. Og litlu vinir mínir. Getið þið hugsao ykkur, hver hann hafi verið, þessi ókunni maður? Það var enginn annar en keisari Aust- urríkis. Og að stuttum tíma liðnum var allri fjölskyldunni boðið til hirðar keisarans. Og þar varð þá Wolfgang litli líka að sýna list sína í hljóðfæra- slættinum, og allir hlustuðu á, frá sér numdir af undrun. Þegar Wolfgang var kominn af barns- aldrinum, þá skrifaði hann einu sinni heim til föður síns og í því bréfi standa þessi orð: »Þess vildi óg óska, að ég misti aldrei sjónar á Jesú!« 1 þessum orðum birtist sá leyndar- dómur, sem skírir fyrir okkur, hvílíkur afburða-tónsnillingur hann varð. »Öll góð og öll fullkomin gjöf kemur ofan að frá föður Ijósa nna. ;< Barnaljóð. Sumarsólin bjarta sendir t.il mín inn il sem auðgar hjarta og iljar vanga minn. Blómin úti anga, andar mildur bl'ær, fuglar kátir kvaka, liver ein hrisla grær. Fögnum sól og sumri, syngjum fögur Ijóð, verum alla æfi elskrdeg og góð. Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarholt.i. Úrræði Ijónynnjunnar. Brezkt skip lenti einu sinni við strendur Indlands, og fóru nokkrir af skipverjum í land til að höggva við til eldsneytis. Einn þeirra gekk lengra á land upp en hinir, því hann langaði til að sjá sig um. Ekki hafði hann lengi gengið, áður en hann sá stórt ljón koma á móti sér. Varð hann nú dauðhræddur, sem sízt var furða, og.hélt að nú væri úti um sig; en er Ijónið kom nær, gerði það ekki minstu tilraun til að ráðast á hann, heldur skreið að fótum hans og horfði á hann bænaraugum, en leit þess á milli áhyggjufult á háa eik, þar skamt frá; svo stóð það upp, hljóp að eikinni, leit svo aftur til mannsins, og er þetta hafði gengið nokkrum sin'num, þá fór manninn að gruna, að ljónið viidi að hann kæmi með sér að eikinni. Fór hann svo þangað með því. Þá sá hann þar stóran apa, sem sat hátt upp í trénu meðal greinanna og hélt á tveimur ljóns- hvolpum, sem Ijónynja þessi átti. Ap- inn hafði sem sé náð hvolpum Ijónynj- unnar frá henni, annað hvort af vonzku eða hrekkjum, og farið með þá upp i tréð, svo vesalings móðirin gat ekki ann- að en horft á þá, neðan af jafnsléttu, því ljón geta ekki klifrað eins og kett- ir og apar gera. Maðurinn treysti sér ekki til að klifra upp í tréð, en hins vegar vildi hann ekki skilja við móður- ina í þessari neyð, án þess að hjálpa henni; svo hann tók exi sína og fór ad höggva sundur stofn trésins. Ljónynjan sat hjá róleg á meðan og horfði á. Inn- an lítillar stundar féll tréð, en ekki var það fyr fallið, en ljónið rauk af mik- illi reiði á apann og drap hann sam- stundis, sneri sér síðan að hvolpum sín- um og sleikti þá af mikilli alúð; sýndi svo manninum vinahót í þakklætisskyni fyrir greiðann, og bar svo hvolpa sína burt, til skiftis. t.il skógar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.