Ljósberinn - 20.05.1933, Qupperneq 6
134
LJOSBERININ
gnægða og gleði, sem hún hafði oft
hugsað um og heyrt sagt frá, en aldrei
séð sjálf, því Dísa litla kúasmali hafði
aldrei komið í sýslumannshúsið fyr.
»Hvernig vissirðu, að Rúna var hérna
uppi?« spurði Soffía.
»Stúlkan í eldhúsinu sagði mér aö
•fara upp,« svaraði telpan.
»Bíddu annars augnablik, telpa mín,«
sagði Soffía, »á meðan ég skrepj;
snöggvast ofan í eldhúsið, ég kem að
vörmu spori upp aftur.«
»Það er mikið að þ'ú sézt,« sagði eld-
hússtúlkan við Soffíu, þegar hún kom
inn í eldhúsið. »Ég er fyrir löngu búin
að sjóða silunginri á kvöldborðið og
skera brauðið, aíhýða kartöflurnar og
En Soffía greip framm í fyrir henni
og spurði í hálfum hljóðum: »Hvar er
frúin?«
»Frúin!« endurtók eldhússtúlkan,
»Eins og ég viti, hvar frúin er! Ég tel
víst, að hún sé inni i einhverri stof-
unni. En blessuð farðu nú að koma
matnum inn. Sýslumaðurinn fer að
koma þá og þegar, og þú veizt, að hann
vill fá matinn á réttum tíma.«
»Ég skal koma undir eins,« sagði
Soffía. »Ég þarft aðeins að skjótast
upp til hennar Rúnu litlu fyrst.«
Dísa stóð í sömu sporum fyrir fram-
an dyrnar, þegar Soffía kom aftur. Hún
hélt báðum höndum utan um berja-
baukinn, og virti vandlega fyrir sér það,
sem fyrir augun bar.
»Farðu rétt sem snöggvast inn til
hennar,« hvíslaði Soffía. »En hlessuð,
góða, hafðu ekki hátt!«
Soffía lauk hurðinni upp, og ýtti Dísu
með hægð inn fyrir dyrnar.
Rúna reis upp við olnboga, þegar
hún heyrði umganginn, en þegar hún
sá Dísu, settist hún alveg upp, rétti
fram báðar hendur og hrópaði: »Dísa!«
Glaðværðin í rómnum bar vott um, hve
fegin hún varð. »Dísa! Sæl! Ertu með
berin?«
Dísa ’gekk inn gólfið, hægt og hljóð-
lega, eins og fyrir hana var lagt, og
leit'jafnframt eftir því, hvort íslenzku
skórnir skildu nokkur spor eftir á speg-
ilskygðum gólfdúknum.
»Sæl, Rúna!« sagði hún og rétti Itúnu
hendina.
Disa tylti sér framan á stólinn, sem
Rúna bauð henni til sætis í; það var
svo falleg sessa í stólnum, að hún þorði
ekki að setjast í hann; kjóllinn hennar
var kannske ekki nógu hreinn til þess.
»Hérna eru herin,« sag’ði hún og rétti
Rúnu berjabaukinn. »þau eru reyndar
ekki orðin vel góð ennþá, en eftir svo
sem viku verða þau orðin ágæt, og þá
skal ég færa þér meiri ber.«
Rúna tók lokið af bauknum og horfði
ofan í hann. »Nei, hvað þú hefjr týnt
mikið af berjum handa mér, Dísa,«.
sagði hún, »kæra þökk! —- en — ætli
ég megi borða berin - Soffía?« sagði
hún og leit á Soffíu. — »Af því .hún
frænka sagði, að berin væru óholl enn-
þá.«
»Uss!« sagði Dísa. »Ekki hefir mér
orðio ilt af þeim. önnur eins ósköp og
ég er búin að borða af þeim!«
»Ég er annars alveg hissa, hvað ber-
in eru orðin góð,« sagði Soffía, er hún
hafði bragðað á berjunum, »og þau eru
hrein og' vel týnd hjá Dísu litlu. Ég
skil ekki annað, en að þér sé alveg óhætt
að bragða þau; þú skalt samt ekki borða
mikið af þeim í einu. Nú skrepp ég
ofan snöggvast. Dísa má vera hjá þér
þangað til ég kem aftur, en þið meg'ið
ekkert láta heyrast til ykkar.«
»Ö, hvað ég er fegin að þú komst,
Dísa,« sagði Rúna allshugar fegin. »Mér
leiddist svo að þurfa að hátta svona
snemma.«
»Já, en því þurftirðu þess?« spuröi
Dísa,