Ljósberinn


Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 6
226 L JOSBERINN Heimilið i rósagarðinum. Barnasaga eftir Laura Fitinghoff. »Eg á við, að hver ykkar hafi rétt fyrir sér á sinn hátt,« sagði þá móðir þeirra til að miðla málum. »Sko, hérna höfum við nú Sýrenublóm, hvít, fögur og yndisleg, og hérna höfum við líka Spín- at-blöð, sem eru svo lítilmótleg og ljót í augum þeirra, sem ekki skilja nyt- semi þeirra. En bæði sýrenurnar og spí- natið eru frá sömu hendi, önnur plant- an er til nytsemi, en hin til prýði og báð- ar eru góðar, hver á sinn hátt -— finst þér ekki, að ég hafi rétt fyrir mér, Þýrí?« sagði hún og leit blíðlega til hennar, þar sem hún sat við hliðina á henni. »Heldurðu, að hægt sé að jafna saman sýrenum og spínat-blöðum?« Þyrí leit upp, alvarleg og hissa. Róm- ur húsmóður hennar var svo ástúðlegur, og augnaráðið svo blítt, að hún rétti fram litlu, mjallhvítu höndina. Og í sömu andránni lá höndin mjall- hvíta í lófa móðurinnar — eins og sýr- ena á spínatblaði — og síðan varpaði hún sér í skaut húsmóðurinnar; vissi húsmóðirin þó vel að hún var ekki barnið hennar en nú óskaði hún sér í fyrsta skifti, að svo væri. Matta og Maja tíndu úr og hreinsuðu eins og lífið lægi við, sátu drúpandi og fundu að þeim vöknaði um augu. Þyrí var góð, þrátt fyrir allt! Veslings Þyrí, átti enga reglulega móður, eins og þær. »Seztu á stólinn minn!« sagði Matta og stóð upp- er Þyrí var aftur stigin á fætur. »Ég get alveg eins setið hérna megin við körfuna.« »Sko, hérna eru þau blöðin, sem bezt eru og hægast að hreinsa,« hrópaði Maja með ákefð og benti, Þyrí á hrúgu af geysistórum spínat-blöðum. »Nei, sko, Þyrí! En hve það er yndis- legt, að hún er líka komin í hópinn!« sagði Jóhannes, þegar hann kom aftur með fangið fullt af tómum plötum, og vissi ekkert hvað á undan var gengið. Hann settist við hliðina á henni. »En taktu þó af þér hanzkana um frám alt, þú eyðileggur þá, og svo gengur þér svo miklu betur, ef þú hefir þá ekki.« »Heldurðu það!« sagði Þyrí hlæjandi og leit á þau hin. »Jæja, svo burtu með þá!« —- Hún tók þá af sér, hnoðaði þá saman og kastaði í loft upp, greip þá svo til að stinga þeim niður í vasa sinn. Þetta starf var einkar skemtilegt og hressandi. Það var einhver munur að sitja hjá þessu glaðværa fólki og heyra það segja sögur — sumar fallegar, sum- ar ógurlegar — um hina góðu bernsku frú Steineyjar og bræðra hennar. eða sitja þarna inni í svefnherberginu — hú-ha! eða ganga fram og aftur einn síns liðs, því aldrei var á vísan að róa, þar sem Gústaf var. Gústaf átti margar bækur: »Skotlið- arnir þrír«, »Óheillafugl þjóðfélagsins«, og' hengirúm átti hann, sem hann lá og las í, og þar var annað, sem hann mat mest af öllu — en það var kassi, fullur af ágætustu vindlum. En hann þráði þegar í stað að komast í félagsskap við siðao fólk, menningarfólk, og þar sem það var ekki að finna í þessu bæli, að hans dómi, þá ásetti hann sér að komast í kynni við Edvarð, son prestsins. Hann var að vísu í næsta bekk fyrir ofan hann í skólanum, en annars var hann mesti græningi. En Gústaf komst þó brátt að því, sér til mestu geðfeldni, að Edvarð var enginn skussi í siðmenn- ingunni; hann reykti eins og fullorðinn maður, og best af ölllu var þó það, að hann reykti í laumi, því honum hafði verið bannað að reykja. Þeir urðu því að »stinga af« út í skóginn til þess að geta reykt í næði. Hann þekti ekki sög-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.