Ljósberinn


Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 12.08.1933, Blaðsíða 8
L J 0 S B B R 1 N aN É2á að hinni afskaplegu lýsingu Þyrí systur sinnar á »reiki hvíta herramannsins«, og að þeirri ætlun hennar, að hann væri löngu dáinn og genginn aftur. En á þessu skeiði kvöldsins, og þegar hann var einn á fótum í öllu húsinu, þá var alt öðru máli að gegna. Pétur hraut þarna uppi á loftinu, svo að hrikti í rúð- unum — hann, sem alt kvöldið hafði verið önnum kafinn við að vefja sam- an vasaklúta, og gera að »músum«, og binda þær svo saman með langri taug, er náð gæti yfir alt gólfið. Húha! En hve sú skógargata var öm- urleg svo seint á kvöldi, hugsaði Gústi og hrylti sig. Það var líka heimskulegt af prófastinum að banna Edvarð út að fara, þegar farið væri að skyggja; ann- ars hefði hann getað fylgt Gústa heim til sín. Hann ásetti sér nú, að hætta þessum ferðum seint á kvöldum. Frh. Frúðleikur oi sÞitnn. j Þrjár stærstu áorgrir licimsins. Nú er röðin þannig eftir stærð: London, New-York og Tökló (höfuðborg Japana). Áður var París þriðja borgin, en Japanar lögðu svo marga smábæi og nágrannaþorp undir Tókió, að mannfjöldi hennar fór við það fram úr íbúum Parisar. Einkennilegir bnnkaþjóniu'. i Síam er það aisiða, að hafa einn apa i hverjum banka. Er hann hafður til þess aö bíta í þá málmpeninga, sem gjaldkerinn er hræddur um að séu falskir. Er hægt að sjá það í tannaförunum, hvort svo er eða ekki. Gegna þeir þessu skyldustarfi sínu mjög trú- lega og eru altaf tilbúnir að bíta í, þegar peningur er borinn að munni þeirra. Misskiiningur á útlendu orði. Móðir (sækir barn sitt á barnaleikvöll, þar sem það hefir dvalið allan daginn): »Hvernig hefir nú Leifur litli hegðað sér í dag?« TJinsjónarkonan: »Hann hefir verið eins og séntilmaður I allan liðlangan dag.« Móðirin: »Petta er ljótt að heyra. Ég skal tala alvarlega við hann, þegar við komum heim, svo að hann geri það ekki aftur.« Á t'riinisýningu leikrits. Leikritsliöfiindurinn: »Pú kemur nokkuð seint í leikhúsið, viniy minn. Leikurinn er byrjaður fyrir hálftima. Þú verðúr að læðast á tánum.« Villlii'iiin (brosandi): »Hvað er þetta? Eru allir sofnaðir strax?« Lítilsvirðiiigarorð Jóns ganila Árni: »Hvernig stendur á því, að hann Jón gamli kallar hvern mann manngæru, sem hann skammar eða vill lltilsvirða í orðum?« Bjarni : »Hann tók upp á þessu fyrir fá- um árum, þegar sauðargærurnar féllu sem mest í verði eða urðu því nær verðlausar, og ég býst við að hann haldi því áfram, þang- að til þær hækka aftur I verði.« Góð gleraugu. óli og Pétur voru á leið í kaupstaðinn. Þeir gistu hjá bónda nokkrum sem léði þeim ýms- ar bækur að lesa í. Pétur var tekinn að eldast og sá illa og bað að ljá sér gleraugu, en þau voru ekki mátuleg, og hann sá ekki með þeim. Þá fékk óli honum umgjörð sem hann fann í glugganum og voru engin gler í henni. »Þetta eru beztu g.leraugu sem ég hefi not- að,« sagði Pétur þegar hann var búinn að setja þau á sig. Hnnn ætlaði að verða gainnll. Níræður maður kom i heimsókn til sonar slns sem var nýbúinn að kaupa sér jörð. Hon- um leizt vel á jörðina og að skilnaði sagði hann við son sinn: »Þegar ég kem aftur eftir tuttugu ár þá verður nú víst eitthvað orðið breytt hérna.« Reikningskennarinn (í pósthúsi): »Ég ætla að fá eitt 20 aura frímerki. Hvað kostar það? Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.